- Advertisement -

Katrín stóð á gati

Ég átta mig á því að það er erfitt að vita allt um öll mál – en miðað við að út­lend­inga­málið var að fara á dag­skrá fyrr í vik­unni hefði for­sæt­is­ráðherra átt að gera bet­ur.“

Björn Leví Gunnarsson.

Björn Leví Gunnarsson þingmaður skrifar í Moggann grein um vetrarþing Evrópuráðsþingsins. Einkum um framgöngu Katínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þar. Hér á eftir er góður kafli úr grein Björns Leví:

„Þingið var líka merki­legt fyr­ir okk­ur Íslend­inga af því að nú fer Ísland með for­mennsku í ráðherr­aráði þings­ins og mætti því for­sæt­is­ráðherra Íslands og hélt ræðu og svaraði spurn­ing­um. Ein af spurn­ing­un­um sem for­sæt­is­ráðherra fékk var, í laus­legri þýðingu: „Þú vilt samþykkja lög á Íslandi sem senda flótta­fólk til landa sem hafa ekki und­ir­ritað flótta­manna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna – af hverju ætl­ar þú að gera það?“

For­sæt­is­ráðherra gat hins veg­ar ekki svarað spurn­ing­unni, sem er mjög áhuga­vert. Nán­ar til­tekið virt­ist for­sæt­is­ráðherra skilja spurn­ing­una eins og verið væri að spyrja um send­ing­ar flótta­fólks til Grikk­lands. Spurn­ing­in er mik­il­væg því það er miklu erfiðara að tryggja mann­rétt­inda­vernd í þeim lönd­um sem ekki hafa full­gilt flótta­manna­samn­ing Sam­einuðu þjóðanna held­ur en í þeim lönd­um sem hafa full­gilt samn­ing­inn. Það krefst miklu meiri vinnu hjá ís­lensk­um stjórn­völd­um að tryggja að hverj­um um­sækj­anda um vernd séu tryggð viðeig­andi rétt­indi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er því áhuga­vert að for­sæt­is­ráðherra hafi ekki skilið spurn­ing­una því þessi nýja grein í út­lend­inga­frum­varp­inu er mjög um­deild og eðli­legt hefði verið að ætla að for­sæt­is­ráðherra hefði getað bæði skilið spurn­ing­una og út­skýrt hvers vegna verið sé að gera svona breyt­ing­ar – en svo var ekki. Þá verðum við að spyrja okk­ur hvers vegna? Veit for­sæt­is­ráðherra ekki af þess­ari breyt­ingu og gat því ekki áttað sig á til­gangi spurn­ing­ar­inn­ar? Ég átta mig á því að það er erfitt að vita allt um öll mál – en miðað við að út­lend­inga­málið var að fara á dag­skrá fyrr í vik­unni hefði for­sæt­is­ráðherra átt að gera bet­ur.“

Ljótt er ef satt er. Að Katrín hafi staðið á gati á stóra sviðinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: