- Advertisement -

Katrín veit ekki hvort hægt er að hækka laun verkafólks

Katrín veit ekki hvort unnt er að hækka laun lægst launuðu verkamanna. Þeir hafa 235 þúsund eftir skatt.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Um það leyti sem ég komst að því, að laun þingmanna höfðu hækkað um 75%, tæplega en ekki 45% eins og áður hafði verið sagt, kom Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fram á sjónvarsviðið, nýkomin frá Vesturheimi og sagði, að hún gæti ekki sagt hvort svigrúm væri til einhverra launahækkana á almennum markaði.

Hún er jafnvel orðin varkárari í þessu efni en Bjarni fjármálaráðherra. Að formaður „vinstri flokks“ „sósialistaflokks“ hefði einhvern tímann vitað hvort verkafólk þyrfti að fá launahækkanir en nú veit Katrín ekki hvort verkafólk, sem fær í laun 235 þús kr. eftir skatt þarf einhverja hækkun.

„Þessir tveir ráðherrar vita ekki hvort unnt er að hækka laun verkamanns með 235 þús á mán eftir skatt.Þeir eru að hugsa um það hvort þessar 235 þús kr dugi ef til vill!! Sveiattan!“

Sjálf er hún með 2 milljónir á mánuði rúmar eftir 64,2% hækkun. Laun forsætisráðherra hækkuðu um 789 þús kr. á mánuði. Hlunnindi í starfinu eru nær ótakmörkuð. Fjármálaráðherra er með 1826 þús kr. á mánuði í laun eftir 64,2% hækkun. Laun hans hækkuðu um 714 þús á mánuði. Þessir tveir ráðherrar vita ekki hvort unnt er að hækka laun verkamanns með 235 þús á mán eftir skatt.Þeir eru að hugsa um það hvort þessar 235 þús kr dugi ef til vill!! Sveiattan!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: