- Advertisement -

Kúg­un­araðferð gegn öldruðum

Guðvarður Jónsson skrifaði grein í Moggann í síðustu viku. Góða grein sem verðskuldar meiri athygli en hún hefur fengið. Í greininni segir meðal annars: „Aldraður sem býr í eig­in íbúð hef­ur ekki rétt á því, að mati Trygg­inga­stofn­un­ar, að nota íbúðina nema í sam­ráði við stofn­un­ina.“

Mannréttindum aldraðra hent út í horn

Guðvarður byrjar greinina svona:

„Verka­menn sem byrjuðu á vinnu­markaði 1940 þurftu að vinna án líf­eyr­is­rétt­inda til 1970, eða í 30 ár, sem veld­ur því að þeir fá drjúg­an hluta líf­eyr­is í gegn­um Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins. Þetta veld­ur því að stofn­un­in ákveður hvað þess­ir líf­eyr­isþegar fá greitt og má segja að mann­rétt­ind­um þess aldraða sé hent út í horn og ein­göngu stuðst við hugdettuákvarðanir starfs­manna Trygg­inga­stofn­un­ar, út frá ákveðnum fyr­ir­mæla­punkt­um frá ráðherr­um.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Refsingar Tryggingastofnunar

„Aldraður sem býr í eig­in íbúð hef­ur ekki rétt á því, að mati Trygg­inga­stofn­un­ar, að nota íbúðina nema í sam­ráði við stofn­un­ina. Eign­ar­rétt­ur­inn er raun­veru­lega tek­inn af hon­um og færður yfir á stofn­un­ina án þess að fram hafi farið nein lög­mæt aðgerð sem heim­ili slíkt. Eitt af því sem al­veg er bannað þeim gamla er að hafa ein­hvern í íbúðinni hjá sér, hlýði hann því ekki, er líf­eyr­ir­inn lækkaður. Hvernig þeir finna þetta út er bara ein­hver hugdettuákvörðun, því aldrei er rætt við þann aldraða um svona breyt­ing­ar áður en lækk­un er sett á, held­ur bara ein­fald­lega, líf­eyr­ir­inn lækkaður,“ skrifar Guðvarður.

Tryggingastofnun hirðir matarpeninginn

Næst kemur þetta: „Ef við lít­um aðeins á aðferð Trygg­inga­stofn­un­ar þá er hún eitt­hvað á þessa leið. Ætt­ing­inn hjá þeim aldraða læt­ur hann fá 3.000 kr. uppí mat­ar­kaup­in og sá gamli kaup­ir mat fyr­ir þá báða á 6.000 kr. Þegar Trygg­inga­stofn­un kemst að því að ætt­ing­inn hafi borgað það sem hann borðaði lækk­ar stofn­un­in líf­eyri þess gamla sem nem­ur því er ætt­ing­inn borgaði fyr­ir sig. Þetta veld­ur því að mat­ur­inn fyr­ir þann gamla kostaði 6.000 kr. en 3.000 kr. fyr­ir ætt­ingj­ann. Þetta bygg­ist á hinu nasíska stjórn­sýslu­kerfi stofn­un­ar­inn­ar.“

Guðvarður skrifar: „Það er sorg­legt að við Íslend­ing­ar beit­um svona kúg­un­araðferð gegn öldruðum al­veg að ástæðulausu, því miðað við hvernig mokað er pen­ing­um í yf­ir­stétt­ina þá er þarna verið að sækja molakaffiaura í vasa aldraðra, sem er þó pen­ing­ur fyr­ir þá.“

Á ég að reka konuna út?

Guðvarður undirbjó sig:

„Áður en ég skrifaði þess­ar lín­ur hringdi ég í Trygg­inga­stofn­un til að kanna þeirra álit á mál­inu. Þegar starfs­stúlk­an heyrði um hvað sam­talið sner­ist sagði hún með þjósti – þú býrð ekki einn. Aðeins þeir sem búa ein­ir fá full­an líf­eyri. Ég spurði hana hvort ég ætti að reka kon­una út, hún ætti jafn­mikið í íbúðinni og ég. Hún svaraði þessu ekki og sagði ekk­ert eft­ir þetta svo ég talaði smá­stund við sjálf­an mig og sagði síðan að ég væri ekki að skamma hana per­sónu­lega, held­ur tala um kerfið. Hún svaraði þessu ekki held­ur og þegar ég kvaddi, sagði hún – bless.

Eitt breyt­ist ekki, menn skulu borga öll op­in­ber gjöld fullu verði þó líf­eyr­ir­inn sé skert­ur. Er ekki kom­in tími fyr­ir rík­is­valdið að skoða þessi vinnu­brögð Trygg­inga­stofn­un­ar? Hvers vegna þurfa aldraðir að búa við svona mann­vonsku síðustu ævi­ár­in?“

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: