- Advertisement -

Læknaverk flutt frá Landspítala á einkastofur

Að gefnu tilefni er þessi fréttaskýring endurflutt. Hún birtist fyrst árið 2014 á ekki síður við nú en þá.

Fréttaskýring Stjórn Landspítalans ákvað í desember 2002 að sérstakar greiðslur til starfsmanna vegna vinnu við ferliverk yrðu afnumdar. Það er að launin fyrir ferliverkin yrðu hluti fastra umsaminna launa, sem sagt það var hætt að greiða sérstaklega fyrir þessi verk. Við það drógust speglanir saman um þriðjung á Landspítalanum, en jukust á sama tíma um 167 prósent á einkastofum á næsta árinu.

Sem sagt, þegar Landspítalinn hætti að borga sérstaklega fyrir verkin, fluttust þau frá spítalanum og á stofur lækna utan hans, og áfram gátu læknar rukkað sérstaklega fyrir verkin.

Hagfræðingarnir Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Una Jónsdóttir unnu fræðigrein um þetta og hér er stuðst við hana..

Þar kemur fram að eftir að læknum við Landspítalann varð heimilt að sinna læknisverkum utan sjúkrahússins, breyttist margt.

Niðurstöður sýna að það var 185 prósent líklegra að einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu færu í speglun á einkastofum árin 2003-2005 heldur en á árunum 2000-2002, það er fyrir og eftir breytingarnar. Líkurnar á því að fara í speglun á Landspítalanum minnkuðu hins vegar um 38,2 prósent á sama tíma.

Í upphafi rannsóknar þeirra Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur og Unu Jónsdóttir segir:

„Það er ekki ætlun okkar að svara því með óyggjandi hætti hvort mæld breyting á þjónustunni sé betri eða verri fyrir þjóðfélagið, heldur einungis að varpa ljósi á áhrif greiðslufyrirkomulagsins á starfshætti lækna. Það er mikilvægt að skoða áhrif greiðslukerfa við margvíslegar aðstæður, en rannsókn sem þessi hefur ekki farið fram á íslenskum gögnum áður. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að fjöldi speglana sem framkvæmdar voru á Landspítala drógst saman eftir afnám ferliverkasamninganna en jókst að sama skapi á einkastofum.“

 

Kaupendur og seljendur heilbrigðisþjónustu búa ekki yfir jafngildum upplýsingum um þjónustuna sem gerir það að verkum að læknar hafa vald yfir sjúklingum sínum í krafti sérþekkingarinnar.
Kaupendur og seljendur heilbrigðisþjónustu búa ekki yfir jafngildum upplýsingum um þjónustuna sem gerir það að verkum að læknar hafa vald yfir sjúklingum sínum í krafti sérþekkingarinnar.

Læknar geta aukið eftirspurn

Við þekkjum að gera á miklar kröfur til sérfræðinga, að þeir skýri fyrir viðskiptavinum sínum vel það sem er verið að fást um. Það átti til að mynda vel við fyrir hrun þegar sérfræðingar, oftast í bönkunum, létu fyrirleggjast að skýra áhættuna sem fólst í lántökum og þannig mál hafa ratað fyrir dómstóla. Því er hægt að taka undir þegar sagt er; að ein af grunnforsendum fullkomins markaðar er að neytendur hafi fullkomnar upplýsingar um vörur, gæði og verð en slíkt á eðli málsins samkvæmt ekki við þegar um sérfræðiþekkingu er að ræða.

Kaupendur og seljendur heilbrigðisþjónustu búa ekki yfir jafngildum upplýsingum um þjónustuna sem gerir það að verkum að læknar hafa vald yfir sjúklingum sínum í krafti sérþekkingarinnar.

Og hverjar verða afleiðingarnar. Í rannsókn Tinnu Laufaeyjar og Unu segir eitthvað á þá leið að ef læknar fá föst laun geta þeir nýtt sér upplýsingar til þess að draga úr eftirspurn, en ef þeir fá greitt í samræmi við unnin verk geta þeir einnig nýtt sér upplýsingar til að hvetja til eftirspurnar.

En er þetta svona, ganga læknar svo langt að þeir framkvæmi ónauðsynlegar aðgerðir, til þess að auka launin sín. Já, það má finna vísbendingar um ónauðsynlegar aðgerðir. Bandarísk gögn sýna til dæmis að í þeim fylkjum þar sem eytt er meiri fjármunum í heilbrigðisþjónustu en í öðrum fylkjum, er vart um betri heilbrigðisþjónustu að ræða.

Munurinn á þjónustu við sjúklinga eftir því hvort læknar fá greidd föst laun eða í samræmi við unnin verk, er einnig vísbending um að einhver læknisverk gætu verið ónauðsynleg.

Og rannsóknir sýna einnig að hegðun lækna breytist töluvert eftir því hvort þeir fá greitt í samræmi við unnin verk eða fá föst laun fyrir hvern sjúkling óháð meðferðinni sem er veitt.

Gott og vel, segjum þetta rétt. Ef læknar hafa fjárhagslegan ávinning af því að vinna verk, sem kannski var ekki þörf á að vinna, sem sagt, fénýta sér sjúklinga, sem hafa enga stöðu til að segja eitt né neitt, gagnvart sérfræðingnum, getur að sama skapi komið til þess að læknar sinni síður

þeim sjúklingum sem eru verr á sig komnir af ótta við það, að þeir krefjist of mikillar

þjónustu á kostnað frítíma læknisins og þeim sjúklingum sé þá hugsanlega beint annað. Og svarið við þessari spurningu er já. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að það er hætta á að læknar með fastar greiðslur veiti minni þjónustu en hagkvæmt er.

. Starfsemi spítalans færðist að miklu leyti á einkastofurnar og hlutfallsleg hætta á að fara í speglun á höfuðborgarsvæðinu jókst.
. Starfsemi spítalans færðist að miklu leyti á einkastofurnar og hlutfallsleg hætta á að fara í speglun á höfuðborgarsvæðinu jókst.

Starfsemi spítalans færðist að miklu leyti á einkastofur

Skoðum Ísland betur, eftir að ferliverkasamningum lauk settu læknar í auknum mæli upp einkastofur þar sem þeir fengu greitt í samræmi við unnin verk.

Nú fer best að skoða vel niðurstöður þeirrar Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur og Unu Jónsdóttur. Þær skoðuðu meðal annas breytingar á tíðni speglana á Landspítala samanborið við breytingar á tíðni speglana á einkastofum skoðaðar fyrir og eftir afnám ferliverkasamninga.

Þær unnu með gögn frá árunum 2000-2005. Í desember 2002 ákvað stjórn Landspítalans, einsog áður sagði, að sérstakar greiðslur til starfsmanna vegna vinnu við ferliverk yrðu afnumdar og að laun fyrir göngudeildarvinnu skyldu greidd samkvæmt kjarasamningum viðkomandi starfsstétta. Í rannsókninni var litið á árslok 2002 sem vendipunkt því þá var þessi mikilvæga ákvörðun tekin. Berum aftur saman tíðni speglana árin 2000-2002 saman við tíðni speglana árin 2003-2005.

Byrjum í desember 2002, þegar stjórn spítalans ákvað að sérstakar greiðslur til starfsmanna vegna vinnu við ferliverk yrðu afnumdar og þá drógust speglanir saman um 33 prósent á LSH, en jukust um 167 prósent á einkastofum á næsta árinu.

Niðurstöðurnar sýna að einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu voru 185 prósent líklegri til að fara í speglun á einkastofum árin 2003-2005 heldur en á árunum 2000-2002. Líkurnar á því að fara í speglun á LSH minnkuðu hinsvegar um 38,2 prósent á sama tíma.

En hver er niðurstaða þessarar miklu rannsóknar. Starfsemi spítalans færðist að miklu leyti á einkastofurnar og hlutfallsleg hætta á að fara í speglun á höfuðborgarsvæðinu jókst.

Leiða má að því líkur að aðstaða til speglana á Landspítalanum hafi verið illa nýtt eftir breytingarnar og önnur aðstaða utan spítalans hafi myndast, hugsanlega að óþörfu. Að því leyti var afnám ferliverkasamninga hugsanlega tilfærsla frá hagfelldustu ráðstöfun á aðstöðu til speglana. Spítalinn hafði bolmagn til þess að framkvæma allt að 7.475 speglanir árið 2001 en framkvæmdi einungis 4.377 árið 2005, eða innan við sextíu prósent af því sem áður var.

Þannig má hugsa sér að sóun hafi falist í því að koma upp aðstöðu á einkastofum þegar hún var tiltæk á Landspítalanum.

Sigurjón Magnús Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: