- Advertisement -

Laugavegurinn lætur undan

„Einn fjórði af ársölu okkar er í desember og þriðjungur af því kemur fyrstu vikurnar. Við erum hérna á Laugaveginum og svo bæði í Kringlunni og Smáralindinni, og það er því miður ekki hægt að bera þetta saman. Það er allt á niðurleið hérna á Laugaveginum, yfir 20% samdráttur á árinu.“

Þetta kemur fram í viðtali Viðskiptablaðsins við Jón Sigurjónsson hjá Jóni og Óskari.

„Götulokunin nú er að bitna á okkur með meiri þunga heldur en síðustu ár, eftir að borgin sveik að opna 1. október, því miður, meðan það gengur vel í verslunarmiðstöðvunum, þar er fólkið, og vöxturinn þar nær að vega hitt upp,“ segir Jón.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er þungt í mörgum kaupmönnum við Laugaveg. Lokanir hafa, að mati kaupmanna, dregið stórlega úr viðskiptunum og ef fer sem horfir mun ásýnd Laugavegar breytast á næstunni. Mestu munar um að Íslendingar eru nánast sjaldséðir á Laugavegi. Haldi þetta áfram, er spurt hvað taki við.

„Laugavegurinn er sérstaklega að tapa því við erum ekki lengur að fá Íslendingana sem hafa verið 80% viðskiptavina verslana sem hafa verið hér lengi og stílað inn á þá. Hjá túrista- og lundabúðunum og veitingastöðunum, sem eru að koma í staðinn, eru ferðamennirnir á móti kannski 80% viðskiptavinanna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: