- Advertisement -

Leiðari MBL: Skattpíndur sjávarútvegur

Skoðun Leiðari Morgunblaðsins er tvískiptur í dag. Í fyrra hluta hans er fjallað um skatt á sjávarútveginn. Í leiðaranum segir meðal annars:

„Gríðarlegur skattur er lagður á sjávarútveginn í landinu umfram annan atvinnurekstur. Skatturinn er kallaður veiðigjöld og hefur á síðustu árum skilað ríkissjóði um 9 milljörðum króna. Samkvæmt fyrirliggjandi stjórnarfrumvarpi um veiðigjöld hækkar þessi skattur verulega á næsta fiskveiðiári, að hluta til vegna veiðigjalda á makríl, og fer yfir 12 milljarða króna. Athygli vekur hvernig þessi sérstaki skattur á sjávarútveginn dreifist um landið, en 75% skattsins greiða fyrirtæki á landsbyggðinni og aðeins 25% fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu.“

„Í umsögn þessara aðila er bent á að íslenskur sjávarútvegur verði að þróast og vera áfram í fremstu röð, en „með vaxandi og óhóflegri skattheimtu er augljóst að tekjur hans munu dragast saman og framlegð minnka. Þetta mun hafa neikvæð áhrif á afkomu þjóðarbúsins sem treystir á sjávarútveginn sem eina af grunnstoðum sínum.“ Skiljanlegt er að samtök sem láta sig sjávarútveginn varða hafi áhyggjur af þeirri óhóflegu skattheimtu sem veiðigjöldin hafa þróast út í frá því að skattheimtustefna vinstri stjórnarinnar tók yfir á þessu sviði eins og öðrum.“

„Önnur alvarleg afleiðing veiðigjaldsins er að það dregur úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs…“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er dapurlegt ef árangrinum er ekki fylgt eftir með því að styrkja kerfið, en þess í stað unnið að því að gata það og um leið að sliga sjávarútvegsfyrirtækin með óhóflegri skattheimtu sem aðrar greinar þurfa ekki að þola.“
Að venju er ekki getið um hver skrifar leiðara Morgunblaðsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: