- Advertisement -

Leigufélögin eru ógn við almenning

"Þessi leigufélög í eigu braskara og spákaupmanna, sem veðja gegn íbúðaþörf almennings, eru krabbamein í samfélaginu sem stjórnvöld eiga að ráðast gegn, skera upp og henda."

Gunnar Smári Egilsson.

Þarna kemur fram að braskararnir í Heimavöllum veðja á að fasteignaverð hækki um 26% fram til 2020 og skili þeim yfir 10 milljörðum í hagnað. Og að á meðan þeir bíði eftir að fasteignirnar hækki muni þeir geta skrúfað leiguna upp um 43%, að meðalleiguverð íbúða fari úr 131 þús. kr. á mánuði í 188 þús. kr.

Heimavellir gera því ráð fyrir að geta hækkað húsleiguna um 12,8% árlega næstu árin, á sama tíma og ríkisstjórnin tekur ekki í mál að hækka laun meira en um 3-4% yfir tveggja ára tímabil. Samstarf stjórnvalda og leigufyrirtækja mun því leiða til enn lakari kjara hinna verr settu. Miðað við 2% árlega hækkun lægstu launa munu tvær fyrirvinnur sem leigja meðalíbúðina hjá Heimavöllum fá rúmlega 22 þús. kr. meira mánaðarlega útborgað árið 2020 en í ár en hins vegar borga tæplega 57 þús. kr. meira í húsaleigu. Blóðtaka hinna ríku af hinum fátækari mun þá hafa aukist um tæplega 35 þús. kr. á mánuði, 414 þús. kr. á ári.

„Þessi leigufélög í eigu braskara og spákaupmanna, sem veðja gegn íbúðaþörf almennings, eru krabbamein í samfélaginu sem stjórnvöld eiga að ráðast gegn, skera upp og henda.“ Það er sameiginleg reynsla allra þjóða, svona fyrirbrigði eru ógn við almenning. En íslensk stjórnvöld gera ekkert heldur láta Íbúðalánasjóð, sameiginlegan sjóð landsmanna, fjármagna ófögnuðinn. Stuðningur stjórnvalda við braskarana í leigufélögunum er skýrt dæmi um að við búum við þjófræði, þar sem stjórnvöld þjóna hagsmunum þeirra sem sölsa undir sig almannaeigur og almannafé til að geta níðst á almenningi en eru blind fyrir hagsmunum almennings. Sjá þá ekki, vita ekki af þeim.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: