- Advertisement -

Lettersbréf úr Valhöll

Móralistarnir eru vaxandi vandamál í allri þjóðfélagsumræðu hér á landi. Þessi hópur er duglegur að skrifa, blogga og tjá sig um málefni líðandi stundar. Einkenni hans er að það er aldrei hægt að gleðjast yfir nokkrum hlut vegna þess að alltaf er hægt að finna eitthvað sem er ekki í lagi.

Við þekkjum þessa týpu úr umræðunni, glasið alltaf hálftómt,
alltaf eitthvað til að hneykslast á og finna að.

Ekki má ruglast á þessu fólki og þeim sem raunverulega leggja fram rökstudda gagnrýni á samfélagið, þeim sem sjá bæði kosti og galla á þeirri samfélagsgerð sem við búum við. Gagnrýnin hugsun og móralismi eru ekki sami hluturinn.

Ég held að móralistarnir eigi í raun bágt. Lífið hafi verið þeim mótdrægt, þeim hafi ekki tekist að vinna úr áföllum og mótlæti. Í stað þess að líta inn á við finna þeir enga lausn undan eigin vanlíðan
nema þá að samfélaginu verði öllu snúið á haus.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ísland er ömurlegt nema það komi ný stjórnarskrá, það er allt stopp nema kvótakerfið verði
aflagt, Sjálfstæðisflokkurinn verður að hætta að bjóða fram, ef flugvöllurinn fer eða fer ekki þá er ekki hægt að búa hérna og allir eru gerspilltir.

Og þeir sem ekki eru sammála móralistunum eru heimskir eða ógeðslegir hagsmunaseggir sem ætti að loka inni.

Það á ekki að vorkenna móralistunum og sennilega er þeim ekki viðbjargandi.

En við skulum passa okkur á að láta þá ekki einoka umræðuna, munum að þrátt fyrir að ýmislegt megi betur fara þá er frábært að búa á Íslandi.

Höfundur er Sirrý Hallgrímsdóttir.

Fyrirsögnin er Miðjunnar, annað er óbreytt. Birtist sem Bakþankar Fréttablaðsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: