- Advertisement -

Lindarhvoll – hvað er málið?

Björn Leví Gunnarsson:

…óút­skýrðar kostnaðargreiðslur upp á 10.8 millj­arða, van­matið á virði eign­anna og svo mætti lengi telja. Ein­beit­um okk­ur að verk­tök­unni sem skýrsla rík­is­end­ur­skoðunar sagði að væri bara í fína lagi.

Í síðustu viku var grein­ar­gerð setts rík­is­end­ur­skoðanda birt. Í kjöl­farið tók varn­arkór­inn við sér og sagði að ekk­ert nýtt hefði komið fram, að birt­ing­in stang­ist á við regl­ur, eng­in lög brot­in, þetta er ekki end­an­leg skýrsla og svo fram­veg­is.

En þetta al­menna væl í varn­arkórn­um eru bara inni­halds­laus­ar yf­ir­lýs­ing­ar. Það eru atriði þarna sem við viss­um ekki um, og nei, þetta er ekki end­an­leg skýrsla. Það vita það all­ir. Þess vegna rýn­um við í þær ábend­ing­ar sem fram koma í grein­ar­gerðinni og ber­um þær sam­an við loka­skýrsl­una.

Eitt skýr­asta dæmið sem við sjá­um er aðkoma verk­tak­ans í þessu máli. Lát­um í þess­um stutta pistli ým­is­legt annað liggja á milli hluta – hvernig spurn­ing­um setts rík­is­end­ur­skoðanda var ekki svarað, óút­skýrðar kostnaðargreiðslur upp á 10.8 millj­arða, van­matið á virði eign­anna og svo mætti lengi telja. Ein­beit­um okk­ur að verk­tök­unni sem skýrsla rík­is­end­ur­skoðunar sagði að væri bara í fína lagi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er þetta lög­brot? Kannski. Þetta er a.m.k. ekki traust­vekj­andi…

Þegar Alþingi af­greiddi „Proj­ect Lind­ar­hvol“ þá var reynt að fjar­lægja sölu­ferlið eins langt frá póli­tík­inni og hægt var með því að: „hvorki Seðlabank­inn né ráðherra hafi af­skipti af verk­efn­um fé­lags­ins“, eins og fram kom í laga­frum­varp­inu. Það fyrsta sem ger­ist hins veg­ar er að fjár­málaráðherra skip­ar skrif­stofu­stjóra í fjár­málaráðuneyt­inu og fram­kvæmda­stjóra eign­ar­halds­fé­lags Seðlabank­ans, eins og fram kem­ur í loka­skýrsl­unni. Það sem kom hins veg­ar ekki fram í skýrsl­unni er hversu mik­il aðkoma Stein­ars Þ. Guðgeirs­son­ar, eig­anda lög­manns­stof­unn­ar Íslaga ehf., var.

Í grein­ar­gerð setts rík­is­end­ur­skoðanda kem­ur fram að Stein­ar hafi mætt á fyrsta stjórn­ar­fund Lind­ar­hvols með prókúru á reikn­ing fé­lags­ins í Lands­bank­an­um og drög að verk­taka­samn­ingi við sjálf­an sig. Þessi at­huga­semd setts rík­is­end­ur­skoðanda er fjar­lægð úr loka­skýrsl­unni, sem er mjög áhuga­vert. Stein­ar hafði áður verið helsti ráðgjafi fjár­málaráðuneyt­is­ins varðandi stöðug­leika­eign­irn­ar og var, miðað við þetta, ein­fald­lega sett­ur í að halda áfram því verki inn­an Lind­ar­hvols. Þrátt fyr­ir vilja þings­ins til þess að fjar­lægja sölu­ferlið frá Seðlabanka og ráðherra.

Sett­ur rík­is­end­ur­skoðandi komst að því að þessi skip­an hafi „ekki tekið nægj­an­legt til­lit til krafna um aðskilnað starfa, ábyrgðar og innra eft­ir­lits sem hefðu átt að vera til staðar við fram­kvæmd verk­efn­is­ins.“ Er þetta lög­brot? Kannski. Þetta er a.m.k. ekki traust­vekj­andi og mjög erfitt að sjá hvernig arms­lengd­ar­sjón­ar­mið stand­ist. Það er eng­inn sem get­ur veitt Stein­ari prókúru á reikn­ing Lind­ar­hvols fyr­ir fyrsta stjórn­ar­fund fé­lags­ins nema ráðherra sem á fé­lagið. Eig­in­leg­ur fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins er þannig hand­val­inn af ráðherra og það er bara ekki hægt að horfa fram hjá því sama hvað varn­arkór­inn syng­ur.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: