- Advertisement -

„…lobbýistar efnahagslegu forréttindahópanna…“

„Eins og allir vita hafa lobbýistar efnahagslegu forréttindahópanna ráðist af alefli á kröfugerð stéttarfélaganna sem byggist aðallega á þeirri sjálfsögðu kröfu að lágmarkslaun dugi fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar,“ þannig skrifar Vilhjálmur Birgisson.

Og er hvergi hættur:

„En eins og fram hefur komið er aðalkrafan byggð á því að lágmarkslaun hækki á þremur árum úr 300.000 kr. í 425.000 kr. eða sem nemur tæpum 42.000 krónum á ári.

Þetta eru kallaðar sturlaðar og galnar kröfur og nýja verkalýðsforystan sé með kröfum sínum að nánast að leggja samfélagið á hliðina með frekju sinni og stöðugleikanum sé verið að sturta niður í holræsin með svona kröfum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En ekki heyrðist eitt einasta orð hvorki frá fulltrúum stjórnvalda né lobbýistum hina ríku, þegar kom í ljós að margir forstjórar voru að hækka þetta í launum í fyrra frá 400 þúsundum á mánuði upp í allt að 1,2 milljón á mánuði.

Ekki eitt orð, engum stöðugleika ógnað, né engin ógn um að svona ofurlaunahækkanir hríslast niður launastigann.

Að sjálfsögðu er þetta ein risastór hræsni hjá þessu fólki, sem á að hafa vit á því að breiða sængina vel upp fyrir haus á meðan lágtekjufólk er að berjast fyrir því að það geti haldið mannlegri reisn á launum sínum!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: