- Advertisement -

Logi hættir / Kristrún tekur við

Heiða Björg Hilmisdóttir er varaformaður Samfylkingarinnar.

Nú eru margir sárir. Logi Einarsson hlýtur að vera í þeim hópi. Flokkurinn hans fór illa í kosningunum. Í kjördæmi Loga fór aldeilis ekki vel. Þar tapaðist annar þingmaðurinn.

Logi hlýtur að tilkynna afsögn sem formaður. Líklega í dag. Kristrún Frostadóttir fær skástu kosninguna í Samfylkingunni. Hún verður eflaust næsti formaður. Sem í sjálfu sér getur ekki talist eftirsóknarvert.

Næstu fréttir frá Samfylkingunni hljóta að vera af afsögn Loga Einarsson. Næst er þá að kjósa nýjan formann. Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður verður ekki formaður flokksins.

Í aðdraganda kosninganna virtist Samfylkingin stefna í ranga átta. Átök um aðferð til að velja á listana, einkum í Reykjavík, skók flokkinn svo eftir var tekið.

Björn Birgisson í Grindavík er stuðningsmaður Samfylkingarinnar: Hann skrifar:

„Mjög vond úrslit fyrir Samfylkinguna.

Flokkurinn tapar 1,9% frá síðustu kosningum, hátt í 7000 atkvæðum og tapar fyrir vikið einum þingmanni.

Svona niðurstaða er alls ekki ásættanleg eftir fjögurra ára stjórnarandstöðu.

Ekki veit ég hvað flokkurinn gerir í þessari stöðu, en veit að væri þetta niðurstaðan að loknu Íslandsmóti í knattspyrnunni þá væri þjálfarinn rekinn – hversu sanngjarnt eða ósanngjarnt það nú er!“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: