- Advertisement -

Meira hvað Bjarni er hugsi

Bjarni Benediktsson svaraði fréttastofu útvarpsins: „Nú erum við með 90 prósent bólusetta og aðgerðirnar sem við þurfum í dag til þess að forða of miklu álagi á heilbrigðiskerfið eru bara svipaðar. Auðvitað er maður hugsi yfir því,“ sagði Bjarni.

Ljóst var að ekki lá sérlega vel á ráðherranum Bjarna. Þegar hann horfir yfir afleiðingar eigin pólitískrar stefnu. Við okkur blasir fjársvelt heilbrigðiskerfi. Það er alvarlegt mál ef þetta kemur Bjarna á óvart. Og fullkomlega ástæðulaust að láta stöðuna fara í skapið á sér.

Þórir Bergsson, læknir á Landspítalanum, svaraði Bubba Morthens í dag. Þórir skýrði stöðuna, enn og aftur og aftur og enn. Bjarni og hans samferðafólk hefur fækkað rúmum á Landspítalanum. Ekki síst á gjörgæslunni:

„Málið er nefnilega að það eru ekki bara 4 á gjörgæslu og ekki bara 18 manns inniliggjandi. Spítalinn var smekkpakkaður fyrir þessa bylgju og við vorum komnir í 30-40 manns á BMT sem biðu eftir innlögn á hverjum degi,“ segir Þórir. „Spítalinn sem sagt með rúmanýtingu vel yfir 100%. Ástandið á gjörgæslunni er almennt sveiflukenndara og oftast bærilegt, en það þarf lítið til að vagga þeim báti; við erum með, hvað 14 gjörgæslupláss á LSH og því töluvert hlutfall þeirra sem hverfur ef 4 leggjast inn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: