- Advertisement -

Meiri skuldasöfnun í Reykjavík

Hildur Björnsdóttir skrifar: Skuldasöfnun borgarsjóðs heldur áfram. Fyrirliggjandi fjárhagsáætlun núverandi meirihluta sýnir sláandi skuldahækkun næstu ára (rauða súlan). Núverandi meirihluti var viðreistur af Viðreisn, flokki sem er tíðrætt um ábyrga fjármálastjórn og ráðdeild í rekstri. Það eru greinilega orðin tóm. Tilkoma þeirra við stjórn borgarinnar leiðir til umfangsmikilla skuldahækkana. Engin áform um niðurgreiðslu skulda.

Traustur fjárhagur er forsenda öflugrar grunnþjónustu. Þessi tíðindi gefa ekki góð fyrirheit fyrir borgarbúa.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: