- Advertisement -

Meirihlutinn hefur fellt öll málin

- segir borgarfulltrúi Flokks fólksins, um afdrif eigin mála. Nú vill meirihlutinn færri mál frá minnihlutanum.

Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, segir að borgarfulltrúa minnihlutans reyni nú að fá borgarfulltrúa minnihlutans til að draga úr málafjölda okkar á fundum borgarstjórnar þar sem fundir eru óheyrilega langir.

Allt fellt fyrir fram

„Rök meirihlutans eru þau að ef málin eru færri þá er hægt að ræða þau lengur og dýpra. Mín reynsla er sú að lengd eða dýpt umræðu skiptir engu máli því áður en meirihlutinn kemur til fundanna hefur hann þá þegar ákveðið hvernig afgreiða skuli tillögurnar okkar í minnihlutanum.“

Þrjár tillögur felldar á þriðjudag

„Öll mál Flokks fólksins hafa ýmist verið felld eða vísað til ráða og felld þar. Sem dæmi lagði ég fyrir í borgarstjórn þrjár tillögur er varða sérskólaúrræði og foreldrakönnun. Þeim var vísað til Skóla- og frístundarráðs þar sem þau voru öll felld síðastliðinn þriðjudag. Umræða um þau var ágæt á báðum stigum en það hefði engu breytt þótt hún hefði verið lengri og ítarlegri.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: