- Advertisement -

Meirihutinn vill ekki kaupa Keldur

„...einkennilegt að borgin keypti land af ríkinu til þess eins að gefa ríkinu það aftur...“ „Lóðaskortstefna meirihlutaflokkanna hefur komið í veg fyrir eðlilega uppbygginu.“

Vigdís Hauksdóttir lagði fram tillögu í borgarráði um að borgin leitaðist eftir að kaupa Keldur sem yrði síðan hugsað sem framtíðarsetur „nýs þjóðarsjúkrahús“.

Fulltrúar meirihlutaflokanna höfnuðu tillögunni en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þeir einu af minnilhutanum sem hafa atkvæðisrétt í borgarráði, sögðu já.

Meirihlutinn bókaði um málið og sagði:

„Það liggur fyrir að huga þurfi að staðsetningu nýs sjúkrahúss með góðum fyrirvara áður og þegar sjúkrahúsið við Hringbraut verður fullnýtt. Því þarf að fara í óháða og faglega staðarvalsgreiningu sem fyrst áður en hægt er að slá því föstu að Keldur séu besti kosturinn fyrir slíka uppbyggingu. Í því ljósi er tillagan felld enda væri það einkennilegt að borgin keypti land af ríkinu til þess eins að gefa ríkinu það aftur til þess að byggja spítala sem ekki liggur fyrir að ríkið hafi áform um að byggja á þessum stað.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu einnig:

„Keldur eru eitt hagkvæmasta óbyggða svæði borgarinnar sem er með góðum vegtenginum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja mikla áherslu á uppbyggingu fjölskylduvæns hverfis við Keldur. Þangað er kjörið að skipuleggja lóðir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Það mun bæta þann skipulagshalla sem hefur valdið auknu álagi á vegakerfið. Lóðaskortstefna meirihlutaflokkanna hefur komið í veg fyrir eðlilega uppbygginu sem hefur leitt til þess að stofnanir, fyrirtæki og borgarbúar hafa þurft að flytja í önnur sveitarfélög.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: