- Advertisement -

„Mér finnst íslensk stjórnvöld og sveitarfélög líta mjög niður til öryrkja“

Öryrki skrifar:

Góðan daginn,

Mig langar til að spyrjast fyrir um það hjá ykkur hvað er að frétta af málefnum öryrkja og því hvort að þetta fólk fái aukið frítekjumark á atvinnutekjur?

Mér finnst mjög einkennilegt að það megi ekki vinna fyrir meiru en sem nemur 109.500 kr,-  á mánuði fyrir skatt eða 1.350.000 kr,- á ári fyrir skatt.

Þetta finnst mér mjög einkennilegt og þetta eru raun og veru brot á mannréttindum og þeim sáttmálum sem ísland er aðili að en á eftir að staðfesta.

Eins finnst mér mjög einkennilegt að ef að einstaklingur leigir hjá Félagsþjónustu sveitarfélaga að þá má maður ekki hafa nema einhverja x tölu í árs tekjur til að maður missi íbúðina eða það úrræði.

Mér finnst eins og að fólki sé haldið endalaust og alltaf í fátækt og ég hlýt að spyrja að því. Hvort að þetta sé mannvonska hjá íslenskum stjórnvöldum gagnvart þessum hópi. Þ.e. hópi öryrkja.

Mér finnst íslensk stjórnvöld og sveitarfélög líta mjög niður til öryrkja. Maður kemur alls staðar að lokuðum dyrum í samskiptum við þessa aðila.

En ég hvet ráðuneytið til að koma þessum málum í lag. Ég býst ekkert frekar við svari við þessu bréfi mínu. Enda er það bara allt í lagi. Ég veit að ég er ekki merkilegur penni í ykkar augum vegna þess að ég er öryrki og hef því mjög slaka stöðu í samfélaginu..

En ég bið ykkur að skoða þetta og mér finnst í raun og veru að það séu mannréttindi öryrkja að fá að vinna á Íslandi. Það finnst mér.

En eins og kerfið er í dag. Er verið að framleiða öryrkja sem er ekki góð þróun í mínum huga.


Bkv. Valgeir Matthías Pálsson


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: