- Advertisement -

Mikið að hjá Félagsbústöðum

Fjölmargar kvartanir liggja fyrir um m.a. skort á viðhaldi eigna, ofurhárrar leigu og margt fleira sem snýr að stjórnun, rekstri og launamálum.

Fréttin er uppfærð. Hún birtis fyrst hér í lok ágúst. Tillögunni var vísað til Félagsbústaða og við bætist að Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, hefur tilkynnt að láti af störfum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Rúv tjáði Auðun starfsmönnum að hann væri með þessari ákvörðun að axla ákveðna ábyrgð en vildi ekki fara nánar út í það í samtali við fréttastofu, sagði von á sameiginlegri yfirlýsingu frá honum og stjórn félagsins. Hann tók þó fram að engin leiðindi væru á bakvið starfslok hans.

Borgarráð mun í dag fjalla um tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur, Flokki fólksins, um að resktur Félagsbústaða verði fluttur undir borgarsjóð.

„Félagsbústaðir eru fyrirtæki undir B-hluta borgarinnar. Vandi Félagsbústaða er mikill og fyrir liggur tillaga Flokks fólksins að óháður aðili geri fjölþætta úttekt á fyrirtækinu. Fjölmargar kvartanir liggja fyrir um m.a. skort á viðhaldi eigna, ofurhárrar leigu og margt fleira sem snýr að stjórnun, rekstri og launamálum. Það er mat Flokks fólksins að það sé eitthvað mikið að hjá Félagsbústöðum og er lagt til að borgin hefji þá vinnu að skoða með raunhæfum hætti hvort færa eigi þetta fyrirtæki aftur undir A-hluta borgarinnar undir skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til að reyna að gera borgina heildstætt kerfi í stað sundurlausra eininga sem jafnvel stríða innbyrðis,“ segir í tillögu Kolbrúnar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: