- Advertisement -

Mórautt vatn og Færeyjar

Vetur á Spáni: Enn er haldið áfram á leið til Spánar. Erum í Þórshöfn í Færeyjum. Siglum í kvöld í átt að Hirtshals. Siglingin frá Seyðisfirði til Þórshafnar gekk vel. Samt var bræla og veltingur.

Eins og ég hefur áður sagt þarf að borga sérstaklega fyrir að komast á Internetið. Það er seinna en seint í káetunum. Hægt en nánast þolandi í veitingasölunum. Vatnið um borð er mórautt. Óspennandi. Norræna verðskuldar ekki hæstu einkunn. Alls ekki alvond frekar en algóð. Meðaleinkunn.

Koman til Þórshafnar var ágæt. Höfðum hvorugt komið til Færeyja. Fallegur bær með mörg falleg eldri hús.  

Spennan vex. Hökkum til að komast til fastalandsins og leggja í löngu ferðina að Miðjarðarhafi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Eitt atriði sem ég ætla að fjalla betur um seinna. Tók út tvö þúsund evrur sem ég átti í Landsbankanum. Bankaskömmin hirti af mér tæpar fimm þúsund fyrir. Bankar og aðrar vondar stofnanir ná okkur alltaf.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: