- Advertisement -

Náttúra fimmtíu ára

Hljómsveitin Náttúra var stofnuð fyrir fimmtíu árum.

Björgvin Gíslason fékk þriggja mánaða listamannalaun. Eins er nú hálf öld frá því að hljómsveitin náttúra varð til. Björgvin skrifar skemmtilegan pistil í tilefni þessara tímamóta.

„Um þetta leitið í janúar fyrir fimmtíu árum komu til mín í óvænta heimsókn, tveir ofur töffarar, og buðu mér að vera með í hljómsveit sem þeir voru að stofna. Ég, frekar feiminn og óframfærinn, gat ekki annað en sagt já. Það var eitt mesta gæfuspor sem ég hef tekið í öllu grúbbustandinu í gegn um tíðina. 
Það eru sem sé fimmtíu ár síðan hljómsveitin Náttúra var stofnuð. Ofurtöffararnir voru Jónas R. Jónsson og Sigurður Árnason, sem ásamt Rafni heitnum Haraldssyni voru stofnendur hljómsveitarinnar, og ég – óreyndur gítareigandi – fékk að vera með. Hálf öld, og farinn að róast töluvert. En mikið ævintýri hefur lífshlaupið verið. 
Og enn eru að gerast magnaðir hlutir. Mér nefnilega hlotnaðist sá heiður að fá listamannalaun fyrir tónsmíðar, sem ég er ákaflega þakklátur fyrir. Það fellst mikil uppörvun í svona viðurkenningu, og skiptir mig miklu máli. Sama hvað sumir tala niður þessi laun, þá vil ég halda áfram að lifa litadýrð lista og menningar, en ekki í gráum og kassalaga heimi. Takk fyrir mig.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: