- Advertisement -

Ögmundur: VG á ekki að starfa með Sjálfstæðisflokki

Ögmundur:

Ef VG ætlar sér framhaldslíf með skírskotun til vinstri í heiti sínu þarf flokkurinn að kúvenda og gerast alvöru vinstri flokkur á ný.

„Sjálfstæðisflokkur og VG eiga ekki að vera saman í ríkisstjórn nema ef vera skyldi í Móðuharðindum eða heimsstyrjöld. Covid dugir ekki til,“ skrifar Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vg, á heimasíðu sína.

Ríkisstjórn:

Ástæðan fyrir því að þessir stjórnmálaflokkar eiga ekki að starfa saman er sú að þar með svíkja þeir kjósendur sína. það gerist nánast óhjákvæmilega.

„Þar verður samstaða þjóðarinnar til óháð Stjórnarráðinu. Það sem Covid hefur hins vegar gert er að drepa á dreif og dylja undanslátt stjórnarflokkanna gagnvart loforðum sínum við kjósendur – það kallast málamiðlun, hljómar betur. Samkvæmt mínum skilningi hefur sú málamiðlun á nýliðnu kjörtímabili fyrst og fremst verið á kostnað félagslegra vinstri sjónarmiða. Það á við um markaðsvæðingu orkunnar, einkavæðingu og einkaframkvæmd víðs vegar um kerfið, eignasöfnun í landi, aðgangur seldur að þjóðgarði og náttúru, kvótakerfið styrkt í sessi, grunnnet og bankar á markað, þátttaka í hervæðingu og þjónkun við heimsauðvaldið í viðureign þess við ríki sem neita að gerast því undirgefin …   
Ástæðan fyrir því að þessir stjórnmálaflokkar eiga ekki að starfa saman er sú að þar með svíkja þeir kjósendur sína. það gerist nánast óhjákvæmilega. Þeir gefa sig nefnilega út fyrir að vera merkisberar stefnu sem stangast á nánast að öllu leyti. Svo hefur það verið til þessa. Framsókn gætir þess að vera opin í báða enda þannig að hún svíki bara annan endann í einu.   
Ég hef verið að glugga í heimildir í pólitík frá liðnum árum og áratugum. Þar með frá því að menn vildu stokka upp á félagshyggjuvæng stjórnmálanna á tíunda áratug liðinnar aldar. Til varð Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Rauði þráðurinn

VG:

Sumt af þessu er enn til staðar hjá VG en aðrir þættir – þeir sem ég legg mest upp úr – hafa þynnst svo út að litgreiningar er þörf til að koma auga á pólitískan lit þeirra.

Rauði þráðurinn í aðdragandanum að stofnun VG var sá að þráðurinn þar yrði einmitt að vera rauður.
Okkur fannst mörgum að áhugafólk um samfylkingu félagshyggjufólks í einum stjórnmálaflokki sværi sig í ætt alþjóðlegs kratisma sem á þessum árum gerðist markaðssinnaðri með hverju árinu og hefði fjarlægst mjög félagslegar rætur sínar, gerst hallur undir einkavæðingu og einkaframkvæmd, stutt alþjóðavæðingu á forsendum fjármagnsins. Síðan voru það grænu áherslurnar. Þær voru að sjálfsögðu mótandi við hreiðurgerð hins nýja flokks. Samspil hins rauða og græna þótti eftirsóknarvert. Kröfur um jafnrétti kynjanna, jöfnuð og lýðræði setti og sitt mark á hina nýju hreyfingu og það ekki lítið.

VG verður að kúvenda

Sumt af þessu er enn til staðar hjá VG en aðrir þættir – þeir sem ég legg mest upp úr – hafa þynnst svo út að litgreiningar er þörf til að koma auga á pólitískan lit þeirra.
Ef VG ætlar sér framhaldslíf með skírskotun til vinstri í heiti sínu þarf flokkurinn að kúvenda og gerast alvöru vinstri flokkur á ný. Það mun ekki gerast með framhaldi á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi.
Hvað þá? Stjórnarandstaða er valkostur – og hann er ekki slæmur – það er að segja ef hann yrði til þess að tekin yrði upp barátta fyrir vinstri stefnu. VG, Samfylking og Framsókn gætu líka myndað meirihluta ásamt Flokki fólksins. Slík samsetning yrði miklu skárri en núverandi mynstur, synd að hafa ekki sósíalista í þingsalnum í stjórn eða utan stjórnar til að hvetja til vegferðar til vinstri. Viðreisn stendur lengst til hægri og því fráleitur valkostur og Píratar vilja ekki láta kenna sig við félagshyggju. Þeirra meginmál er að opið sé fram á gang svo allir heyri allt sem sagt er inni. En sama er hvað sagt er, það er vandinn. Krafa Pírata um gagnsæi er góð og hún er virðingarverð en meira þarf að koma til fyrir minn smekk. Mér sýnist Miðflokkinn helst langa til að standa til hægri og það gerir hann. Miðflokkurinn hefur þó átt góða spretti og nefni ég þar orkupakkamálið.    

Kleyfhuga Framsókn og hjálparþurfi Samfylking

Framsókn er kleyfhuga flokkur með sumt það versta úr íslenskri hagsmunapólitík innanborðs (áhrifin úr þeirri átt fara að vísu dvínandi) en líka margt það besta. Í þá átt þarf að horfa og virkja samvinnutaugina. Svo þarf að minna Samfylkinguna á allar yfirlýsingar hennar um að hún sé jafnaðarmannaflokkur.
Það þarf að hjálpa þeim flokki að trúa því að svo sé í raun. Og viti menn eini þingmaðurinn á Alþingi sem greiddi atkvæði gegn einkaframkvæmdarfrumvarpi Sigurðar Inga formanns Framsóknarflokksins (sem flutt var í nafni ríkisstjórnarinnar) var þegar allt kemur til alls samfylkingarkonan Oddný Harðardóttir. Aldrei myndu þau greiða þannig atkvæði núverandi og fyrrverandi forystumenn Sjálfstæðisflokksins þau Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Hin sem  sátu í ríkisstjórn á nýliðnu kjörtímabili gerðu það ekki heldur.  
En einmitt því þarf að breyta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: