- Advertisement -

Óttarr ekki maður orða sinna

- Kári Stefánsson skrifar kjósendum Bjartar framtíðar og biður þá að losa sig við formann flokksins, Óttarr Proppé.

Kári Stefánsson.
„…vegna þess að hann er farinn að líta út eins og leikmunur á sviðinu þar sem Bjarni og Benedikt syngja vesöld og sult í bú hins almenna borgara.“

Kári Stefánsson skrifar opið bréf til kjósenda Bjartar framtíðar. Kári er lítt hrifinn af Óttarri Proppé, formanni flokksins og heilbrigðisráðherra, sem Kári segir vera allt annan mann en áður var, það er þegar hann var í stjórnarandstöðu.

„Hann vann lengi sem afgreiðslumaður í bókabúð og leit á sig sem mann bókmenntanna,“ skrifar Kári seint í grein sinni. „Kannski var ræðunum hans einfaldlega ætlað að höfða til tilfinninga og hrífa eins og prósaískt ljóð án þess að að baki þeim væri loforð um að standa við eitt einasta orð sem hann sagði; án þess að hann meinti eitt einasta orð sem annað en tæki til þess að kitla tilfinningar. Hinn möguleikinn er sá að hann meini allt en skilji einfaldlega ekki það sem er að gerast í kringum hann og láti Bjarna og Benedikt, sem eru læsari á tölur en hann, þyrla í kringum sig bókhaldsskýi hnausþykku. Hvort sem reynist rétt er hann ekki maður orða sinna og kominn tími til þess að þið sem kusuð hann losið okkur við hann. Það er ekki bara nauðsynlegt fyrir okkur og ykkur heldur líka fyrir Óttar, vegna þess að hann er farinn að líta út eins og leikmunur á sviðinu þar sem Bjarni og Benedikt syngja vesöld og sult í bú hins almenna borgara.“

Kári rifjar, í greinni, upp nýlegan fund með Óttarri.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þegar við sátum á löngum fundi með Óttari Proppé niður í Vatnsmýrinni á föstudaginn 5. maí, ég og tveir forsvarsmenn læknisfræði í landinu, bentum við honum á þetta. Hann yppti öxlum og viðurkenndi að ríkisfjármálaáætlunin væri í litlu samræmi við kröfur fólksins í landinu en hann væri samt ánægður með hlut heilbrigðiskerfisins. Hann talaði um fjárhagslegan raunveruleika sem setti okkur skorður. Okkar svör við því voru að það hefði aldrei verið meiri auður í íslensku samfélagi og það væri vilji fólksins í landinu að skattleggja þennan auð að því marki að við höfum efni á mannsæmandi heilbrigðiskerfi. Það leist heilbrigðismálaráðherranum ekki á vegna þess að það kynni að valda óróa í hinu góða stjórnarsamstarfi. Honum er sem sagt meira í mun að þóknast Bjarna Benediktssyni og Benedikt Jóhannessyni en fólkinu í landinu. Þeir tveir virðast hins vegar stað- ráðnir í því að hunsa þann grundvallarþátt lýðræðisins sem felst í því að fara að vilja fólksins þegar hann er skýr. Og hvers vegna skyldi það svo vera er spurning sem beinir sjónum að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: