- Advertisement -

Ráðalausa ríkisstjórnin

Sigurjón Magnús Egilsson:

Fáum vikum síðar er allt í kaldakoli. Nú er rætt um enn einn bútasaumin. Setja á tímabundnar vaxtabætur, breyta vísitöluutreikningum eða bara eitthvað.

Snögglega fattaði Bjarni Benediktsson hvað hann var búinn að gera. Hann var manna glaðastur með eigin verk. Vextir aldrei lægri og bankarnir lánuðu og lánuðu. Mest lán með breytilegum vöxtum. Fólki var jú sagt að Bjarni, og samráðsfólk hans, hefði fundið efnahagslegan stöðugleika.

Fáum vikum síðar er allt í kaldakoli. Nú er rætt um enn einn bútasaumin. Setja á tímabundnar vaxtabætur, breyta vísitöluutreikningum eða bara eitthvað. Efnahagsstjórn Bjarna og Katrínar reynist vera eitt prump. Fjöldi fólks lét glepjast og veit nú ekki sitt rjúkandi ráð. Greisðlubyrðin er langtum meiri en fjöldi fólks ræður við.

Bjarni reynir af veikum mætti að benda á borgarstjórann og kenna honum um eigin vanmátt.

Kristrún Frostadóttir:
„Niðurstaðan er methagnaður bankanna upp á 80 milljarða króna eftir eina mestu kreppu Íslandssögunnar.“
Skjáskot: Kastljós.

Kristrún Frostadóttir skrifar fína grein í Fréttablaðið í dag. Þar kemur fram að nú sé methagnaður hjá bönkunum. Munum að ríkisstjórn Katrínar aflétti bankaskattinum.

Kíkjum á hluta af grein Kristrúnar:

„Niðurstaðan er methagnaður bankanna upp á 80 milljarða króna eftir eina mestu kreppu Íslandssögunnar. Niðurstaðan er að nær allar lánveitingar fjármálafyrirtækja hafa ratað inn á húsnæðismarkaðinn. Niðurstaðan er 25% hækkun húsnæðisverðs frá upphafi faraldurs. Önnur slík hækkun á 5 ára tímabili, tímabili þessarar ríkisstjórnar. Og niðurstaðan er tæplega 6% verðbólga.“

Greinin er góð. Mjög sv0:

„Nú stefnir í sögulega hraðar vaxtahækkanir. Ungt fólk, og tekjulágt, sem má ekki við hröðum breytingum í greiðslubyrði stendur nú frammi fyrir kostnaðarkreppu. Kæla þarf hagkerfið með því að minnka neyslu vegna þess að skuldirnar eru komnar til að vera sem og íbúðaverðshækkanirnar.“

Næst vitnar Kristrún til hvernig forystufólk ríkisstjórnarinnar höguðu sér fyrir kosningar:

„Stjórnvöld vitnuðu ítrekað á undanförnum mánuðum, og sérstaklega í aðdraganda kosninga, til lágra vaxta vegna velheppnaðra efnahagsúrræða og gáfu til kynna að um eðlilegt ástand væri að ræða á markaði fyrir húsnæðislán. Ítrekað hefur komið fram að aldrei hafi fleiri getað skuldsett sig fyrir fyrstu fasteign en nú á tímum kórónuveirufaraldursins. Þetta er fyrst og fremst ungt fólk sem hefur sín fullorðinsár með miklar skuldir á bakinu vegna þess hve mikið íbúðaverð hefur hækkað.“

Einn kafli enn:

„Efnahagsstefna stjórnvalda hefur byggst á því að láta heimilin í landinu skuldsetja sig fyrir efnahagsbatanum. Heimilin bættu við sig 450 milljörðum króna í skuldum á tímum kórónufaraldurs. Þessi viðbótarskuldsetning hefur orðið til þess að auka fjármálaóstöðugleika í landinu, líkt og Seðlabankinn hefur varað við, en að sama skapi gert heimilin berskjölduð fyrir hertu aðhaldsstigi í peningastjórnun. Nú stefnir í talsverða breytingu á greiðslubyrði þessara hópa á mjög skömmum tíma þegar verðbólga rýkur upp.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: