- Advertisement -

Ráðherrann virðist aðeins kunna tvö orð

Þetta er auðvitað ákaflega heimskulegt og kemur fólki í opna skjöldu.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Sumir páfagaukar eru svo skemmtilegir og kunna mörg orð. Aðrir eru tregari og maður er heppin ef þeir geta lært eitt og kannski tvö orð. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra svipar til seinni tegundarinnar því hún virðist ekki hafa lært nema tvö orð í pólitík. Orðin einkaframtak og markaður. Á þessu tönglast hún endalaust og botnlaust. Þessi hugtök eru svör hennar við öllu. Alveg sama hvað það er, hvernig það er, hvenær það er, hvar það er staðsett, hvers eðlis það er, hverjir eiga hlut að máli, fyrir hvern það er og til hvers það er. Hún vinnur systematískt að því að brjóta niður allt opinbert starf sem fyrst og fremst er unnið landi og þjóð til heilla en ekki bara svo að einstaklingar og fyrirtæki geti grætt á því. Og nú vill hún brjóta niður Nýsköpunarmistöð Íslands. Hvers vegna gerir hún það? Svör Þórdísar eru sem fyrr: Einkaframtak, markaður.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sem fyrr er svarið orðin tvö sem hún kann…

Ég hef fylgst með Þórdísi síðan hún fór á þing og varð ráðherra og þetta er allt upp á sömu bókina. Og núna einmitt þegar mikil þörf er á öflugri nýsköpunarvinnu, þá ætlar hún að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Sem fyrr er svarið orðin tvö sem hún kann, einkaframtak og markaður. Þetta er auðvitað ákaflega heimskulegt og kemur fólki í opna skjöldu. Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hefur nú sent frá sér yfirlýsingu og telur þetta mjög misráðið. „Við teljum fyrirætlanir ráðherra um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð verði mikið áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu og alls ekki það sem samfélagið þurfi á að halda.“ Í yfirlýsingunni segir einnig að miðstöðin og forverar hennar hafi lengi verið í fararbroddi hagnýtra rannsókna og aðstoðar við frumkvöðla og fyrirtæki hér á landi. Þess vegna hafi orðið til fyrirtæki sem myndað hafi gríðarleg verðmæti og mörg ný störf. Að auki hafi Nýsköpunarmiðstöð gegnt mjög mikilvægu hlutverki eftir fjármálahrunið 2008.Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: