- Advertisement -

Rándýrar „skápaíbúðir“ í Reykjavík

Sitt sýnist hverjum. Meirihlutinn í samgöngu- og skipulagsráði Reykjavíkur:

„Húsnæðisstefna borgarinnar felst í því að byggðar verði íbúðir fyrir alla þjóðfélagshópa og koma til móts við fólk með ólíka greiðslugetu. Íbúðarstærð í fyrirhuguðum húsum við Seljaveg 2 er fjölbreytt. Íbúðirnar eru eins og fjögurra herbergja og geta því þjónað fjölbreyttri íbúðaþörf.“

Kolbrún Baldursdóttir, Flokki fólksins, er ekki hrifin:

„Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að sú stefna meirihlutans að byggja agnarsmáar íbúðir sé á leið út í öfgar ekki síst vegna þess að þessar litlu íbúðir eru rándýrar. Vissulega er markaður fyrir litlar íbúðir og hefur hann farið vaxandi sem er vel. Verið er að byggja agnarsmáar íbúðir í stórum stíl. Stefnan er að hafa engin bílastæði, e.t.v. deilibílastæði ef vel lætur. Fulltrúi Flokks fólksins er allur fyrir fjölbreytni og gerir kröfu um að þörfum allra verði mætt sem best. Hér er verið að tala um að minnstu íbúðirnar eru ekki mikið stærri en 35 fermetrar. Dæmi eru um að stúdíóíbúð er seld á 19 milljónir. Minnstu íbúðirnar geta kostað allt að 30 milljónir á dýrustu stöðunum. Hér er því varla verið að höfða til fólks sem hefur lítið fé milli handanna. Fulltrúi Flokks fólksins myndi vilja sjá hver eftirspurnin verður eftir þessum litlu skápaíbúðum áður en lengra er haldið svo ekki verði setið uppi með óseldar, rándýrar 30 fermetra íbúðir í stórum stíl.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: