- Advertisement -

Ríkisstjórn Íslands hafnaði Ólínu

Þingvallanefnd hefur valið sinn mann til að vera þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. Aðeins munaði einu atkvæði milli hans og Ólínu Þorvarðardóttur. Þetta má lesa á alnetinu:

„Þau sem studdu Ólínu:
Hanna Katrín Friðriksson(C), Karl Gauti Hjaltason (F) og Oddný Harðardóttir (S).

Þau sem studdu Einar:
Ari Trausti Guðmundsson (V), Vilhjálmur Árnason (D), Páll Magnússon (D), Líneik Anna Sævarsdóttir (B).“

Gott og vel, en eftir stendur spurningin, hún er sú. Hvers vegna eru alþingismenn í Þingvallanefnd? Hvaða rugl er þetta? Þó við viðurkennum þekkingu Ara Trausta og menntun er hann alls ekki formaður nefndarinnar sem fræðimaður. Hann er þar sem stjórnmálamaður. Hann er útvörður ríkisstjórnarinnar á Þingvöllum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Línurnar eru skýrar. Útsendarar ríkisstjórnarinnar í Þingvallanefnd höfnuðu Ólínu, og þá væntanlega á pólitískum forsendum. Að sama skapi höfnuðu útverðir stjórnarandstöðuflokkanna Einari Sæmundssyni.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: