- Advertisement -

Rógburður og ærumeiðingar

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Bréfið sem hér fylgir var í dag sent til forseta Alþýðusambands Íslands og Halldóru Sigríðar Sveinsdóttur, 3. varaforseta ASÍ, vegna þeirra ótrúlegu og ömurlegu ummæla sem hún lét falla í viðtali við Mbl.is síðastliðinn mánudag. Þar talaði Halldóra í nafni ASÍ eins og ég og Viðar Þorsteinsson hefðum í störfum okkar fyrir Eflingu gerst sek um fjármálaglæpi. Í viðtalinu sagði Halldóra ASÍ bíða eftir niðurstöðu þess sem hún kallaði „rannsókn“ Eflingar á framferði okkar. Með þessari framkomu hefur Halldóra notað embætti sitt sem einn varaforseta ASÍ til að ráðast að mér og Viðari með rógburði og ærumeiðingum. Það er auðvitað fyrst og fremst til marks um smámennsku hennar en er þó svo alvarlegt mál að ekki er hægt að sætta sig við það.

Því hefur lögmaður fyrir okkar hönd krafist þess að ASÍ lýsi því yfir að ummæli Halldóru Sveinsdóttur séu ekki í nafni ASÍ, að Halldóra dragi ummæli sín til baka og „lýsi því yfir, sem rétt er, að henni sé ekki kunnugt um að nokkur rannsókn standi yfir á fjármálum Eflingar er varðar umrætt mál og að enginn grunur sé um refsiverða háttsemi innan félagsins,“ og að ég og Viðar verðum beðin afsökunar á því að Halldóra hafi í nafni ASÍ ranglega gefið í skyn að við höfum misfarið með fé og brotið lög.



Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: