- Advertisement -

Samkeppniseftirlitið viðheldur okrinu

Núverandi forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur verið í því starfi í ein 13-14 ár. Það er mín skoðun að honum hafi mistekist hrapalega og að hann ætti að snúa sér að öðru.

Ragnar Önundarson skrifar: Fákeppni er allsráðandi í viðskiptalífinu, með góðfúslegu leyfi samkeppnisyfirvalda í hvert sinn sem beðið er um leyfi til yfirtöku eða samruna. Nú er samþjöppunin ekki lengur bara með samruna eða yfirtöku innan sömu greinar. Nú er leyfður samruni dagvöruverslana og olíufélaga. Fordæmið er sagt Costco, sem selur hvort tveggja. Þetta eru samt falsrök, því Costco kaupir eldsneytið hjá einu olíufélaganna og öll fengu þau og munu fá að bjóða í viðskiptin. Samkeppniseftirlitið virðist ekki hafa það hlutverk að gæta hagsmuna neytenda. Stofnunin reynir að gæta þess að fákeppnisfélögin hafi sem jafnasta aðstöðu til að okra á neytendum.

Mikilvægt er að sem flestir skilji skaðsemi fákeppninnar, þó Samkeppniseftirlitið geri það ekki:

Eigendur fyrirtækja, hluthafarnir sem kjósa og sitja í stjórnum þeirra og ráða forstjóra og segja þeim upp störfum, vilja fá sinn góða og ÁRVISSA arð. Ef arðgreiðslur eru stöðugar, árvissar, má byggja frekari fjárfestingar á þeim. Ef þær eru óstöðugar getur hluthafinn lent í vandræðum ef hann fjárfestir jafn mikið.

Forstjórar vita þetta. Í fákeppni er því ,,óðs manns æði” að hefja verðstríð. Það mundi umsvifalaust kalla á svör keppinauta og hagnaður hverfa og jafnvel verða tap. Það er þess vegna fullkomlega eðlilegt að forstjórar forðist verðsamkeppni. Niðurstaðan er því venjulega sú að eitt fákeppnisfélaganna, oftast það stærsta, annist ,,verðleiðsögn” og hin fylgja. Ekki þarf neitt formlegt samkomulag um þetta, þetta gerist einfaldlega af því að það er öllum hluthöfum félaga í greininni er það hagstætt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Núverandi forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur verið í því starfi í ein 13-14 ár. Það er mín skoðun að honum hafi mistekist hrapalega og að hann ætti að snúa sér að öðru.

Greinin er tekin af Facebooksíðu höfundar. Fyrirsögnin er Miðjunnar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: