- Advertisement -

Samtrygging margborgar sig

Er ekki kominn tími til að hætta að borga hinum ríku skatt og nota peninginn þess í stað til að byggja upp gott samfélag?

Við lifum í samfélagi þar sem forsætisráðherra hefur tíu sinnum hærri laun en nemur lægstu lífeyrisgreiðslum og þar sem hin ofsa ríku hafa hundrað sinnum og þúsund sinnum hærri fjármagnstekjur en fátækustu eftirlaunaþegarnir hafa í lífeyri.

Gunnar Smári skrifar: Á tímabili nýfrjálshyggjunnar var grafið undan hinu opinbera sem samtryggingarkerfi. Í stað þess að við tryggðum hvort öðru öryggi og velferð í gegnum opinbera sjóði varð stefnan sú að hver ætti að sjá um sjálfan sig. Í fljótu bragði gæti fólk haldið að það kerfi væri betra fyrir helminginn og verra fyrir helminginn, að helmingurinn hafi borgað meira í skatta en hann fékk út úr kerfinu en hinn helmingurinn hafi fengið meira út en hann lagði til. En svo er ekki. Við lifum í samfélagi þar sem forsætisráðherra hefur tíu sinnum hærri laun en nemur lægstu lífeyrisgreiðslum og þar sem hin ofsa ríku hafa hundrað sinnum og þúsund sinnum hærri fjármagnstekjur en fátækustu eftirlaunaþegarnir hafa í lífeyri. Það er því nærri lagi að 90 prósent íbúanna græði á samtryggingarkerfi hins opinbera en 10 prósent hagnist fjárhagslega af að brjóta það niður.

Samtryggingarkerfi hins opinbera var byggt upp af samtakamætti almennings, þess yfirgnæfandi meirihluta sem hafði hag af því. Með samtakamætti gat almenningur sótt sér verkfallsrétt og almennan kosningarétt, síðan kjarabætur og markmið um örugga atvinnu handa öllum, öruggt og ódýrt húsnæði handa öllum, ókeypis mennta og heilbrigðisþjónustu handa öllum og framfærslu fyrir þá sem ekki gátu stundað atvinnu; öldruðum, sjúkum, fötluðum, námsfólki o.s.frv. Það var í gegnum hinn lýðræðislega vettvang, hinn félagslega vettvang þar sem hver maður hefur eitt atkvæði, sem þessi árangur náðist.

Á tímum nýfrjálshyggjunnar voru margar veigamiklar ákvarðanir fluttar frá hinum lýðræðislega félagslega vettvangi yfir á markaðinn. Markaðurinn er ekki lýðræðisvettvangur. Það er ein á bábiljum nýfrjálshyggjunnar að fólk greiði atkvæði með buddunni og geti þannig sveigt vöruframboð og þjónustu að eigin hagsmunum og þörfum. Markaðurinn er ólýðræðislegur vettvangur þar sem hver króna hefur eitt atkvæði og þar sem hinn ríki, sterki og valdamikli vinnur alla leiki. Neytandi út í búð má sín lítils gagnvart eigendum búðarinnar, fyrirtækjunum sem framleiða vöruna eða bönkunum sem lána féð. Gagnvart auðvaldi tryggingafélaganna má eyrir fátæku ekkjunnar sín lítils. Ef hún beygir sig ekki undir vald stórfyrirtækjanna verður hún beygð, svínbeygð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Vörn almennings gagnvart markaðnum er annars vegar að auka aftur völd hins lýðræðislega vettvangs, endurheimta vald sem hefur verið úthýst út á markaðinn til hinna ríku. Og hins vegar að bindast samtökum til að nýta samtakamáttinn í neytendasamtökum, kaupfélögum eða öðrum félögum sem gefa almenningi kost á að mæta auðvaldinu sem skipulagður hópur fremur en sundruð hjörð.

Við fengum kennslustund í þessu í sumar. Þegar Reykjavíkurborg lét loks undan kröfum foreldra skólabarna og hætti að varpa kostnaði við kaup á skólagögnum yfir á heimilin nýtti borgin samtakamátt heimilanna í Reykjavík og keypti skólagögnin sem samstilltur hópur. Niðurstaðan varð sú að skólagögnin kostuðu ekki 150 milljónir króna eins og verðmiðinn sagði til um heldur 40 milljónir króna.

Við fengum kennslustund í þessu í sumar. Þegar Reykjavíkurborg lét loks undan kröfum foreldra skólabarna og hætti að varpa kostnaði við kaup á skólagögnum yfir á heimilin nýtti borgin samtakamátt heimilanna í Reykjavík og keypti skólagögnin sem samstilltur hópur. Niðurstaðan varð sú að skólagögnin kostuðu ekki 150 milljónir króna eins og verðmiðinn sagði til um heldur 40 milljónir króna.

Þið getið rétt ímyndað ykkur hvað fyrirtæki hefur okrað á sundruðum einstaklingum þegar það getur veitt hópnum meira en 73 prósent afslátt.

Segja má að með því að nýta loks samtryggingarkerfi hins opinbera til að færa fjöldanum betri lífskjör hafi borgin sparað 110 milljónir króna fyrir heimilin í Reykjavík. En við getum líka sagt sem svo að þetta afhjúpi hver kostnaður almennings hefur verið af meginstefnu nýfrjálshyggjunnar, sem var að sundra samstöðu almennings svo að hin ríku geti nýtt styrk sinn til að kúga fólk afskiptalaust.

Velta smásöluverslunar er um 400 milljarðar króna eða þar um bil. Ef við beitum dæminu um skólagögnin á þá upphæð gætum við dregið þá ályktun að hinn kapítalíski skattur, sá hluti sem fyrirtækin okra á almenningi vegna skorts á samtakamætti hans, skorti á félagslegum aðgerðum hins opinbera, sé um 290 milljarðar króna árlega. Ljósm.: Alexandru Tugui

Auðvitað er ekki hægt að draga ályktanir út frá þessu eina útboði um alla verslun. Velta smásöluverslunar er um 400 milljarðar króna eða þar um bil. Ef við beitum dæminu um skólagögnin á þá upphæð gætum við dregið þá ályktun að hinn kapítalíski skattur, sá hluti sem fyrirtækin okra á almenningi vegna skorts á samtakamætti hans, skorti á félagslegum aðgerðum hins opinbera, sé um 290 milljarðar króna árlega. Það er mögulega of há tala. En ég get fullvissað ykkur um að sú tala er miklu nær lagi en að kostnaður neytenda af sundurlyndi sínu og skorti á samtakamætti, lélegri nýting samtakamáttar í gegnum opinberan rekstur og skorti á félagslega reknum fyrirtækjum; sé enginn, núll krónur. Þau einu sem græða á hinum villta kapítalisma og niðurbroti samtryggingar almennings eru hin allra ríkustu, kannski 0,1% landsmanna. Það gera um 350 manns. Við hin, 349.650, töpum gríðarlegum fjárhæðum á kapítalismanum. Hann er kerfi sem byggir á að örfáir geti grætt ógnarmikið á ykkur, sundruðum fjöldanum.

Ímyndið ykkur ef aðeins brot af því sem almenningur eyðir í að halda uppi okri og einokun í nafni frelsis hinna fáu; yrði notað til að byggja upp traustara velferðarkerfi fyrir hina mörgu. Er ekki kominn tími til að hætta að borga hinum ríku skatt og nota peninginn þess í stað til að byggja upp gott samfélag.

Ímyndið ykkur ef aðeins brot af því sem almenningur eyðir í að halda uppi okri og einokun í nafni frelsis hinna fáu; yrði notað til að byggja upp traustara velferðarkerfi fyrir hina mörgu. Er ekki kominn tími til að hætta að borga hinum ríku skatt og nota peninginn þess í stað til að byggja upp gott samfélag.

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: