- Advertisement -

Segir enga spillingu vera á Íslandi

- segir spill­ing­ar­talið hafa leitt til þess að marg­ir telji að hér sé spill­ing al­var­legt vanda­mál þó að raun­in sé sú að fáir hafi kynnst henni.

Davíð Oddsson virkar sannfærður um að hér á landi finnist ekki spilling. Hann skrifar í Moggann.

„Hér á landi finn­ast þeir sem eru mjög upp­tekn­ir af því að finna það út að Ísland sé ger­spillt land. Fátt ef nokkuð bend­ir til að þetta eigi við rök að styðjast en þó er skór­inn nídd­ur af landi og þjóð í ein­hverj­um und­ar­leg­um til­gangi, oft­ast þó að því er virðist til sjálfs­upp­hafn­ing­ar.“

Honum virðist brugðið og vitnar til félaga sinna í B35, Borgartúni 35: „Ný­legt dæmi um þetta kom úr óvæntri átt ef marka má at­huga­semd Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, SA, við skýrslu starfs­hóps á veg­um for­sæt­is­ráðherra um efl­ingu trausts á stjórn­mál­um og stjórn­sýslu.“

Svo kemur játning, reyndar ekki mikil, en játning samt: „Samtök at­vinnu­lífs­ins finna að því að skort­ur á trausti sé skýrður með vís­an til meintr­ar spill­ing­ar sem sé ekki stutt handbærum rök­um. Í skýrsl­unni sé vitnað til könn­un­ar um að 70% þjóðar­inn­ar telji spill­ingu mikla eða frek­ar mikla í stjórn­kerfi og at­vinnu­lífi, en að skýrsl­an þegi um það að inn­an við 20% seg­ist sjálf hafa reynslu af mis­mun­un og mun færri hafi beina reynslu af al­var­legri spill­ingu.“ Það hlýtur að teljast nokkuð að fimmti hver Íslendingur hafi tekið þátt í spillingu.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Davíð er ósáttur með félaga sína í B35: „Samtök at­vinnu­lífs­ins finna að því að skort­ur á trausti sé skýrður með vís­an til meintr­ar spill­ing­ar sem sé ekki stutt handbærum rök­um.“

Sam­kvæmt þessu hef­ur spill­ing­ar­talið leitt til þess að marg­ir telji að hér sé spill­ing al­var­legt vanda­mál þó að raun­in sé sú að fáir hafi kynnst henni.

Svo vitnar Davíð til frétt í Mogganum í gær: „Í frétt Morg­un­blaðsins í gær er sagt frá því að Ísland sé í 13. sæti á lista um spill­ingu í 180 ríkj­um heims og að landið hafi aldrei farið niður fyr­ir 14. sæti. Þetta bend­ir ekki bein­lín­is til þess að spill­ing sé veru­legt vanda­mál hér á landi, en það virðist vera tölu­vert vanda­mál hve sum­ir eru áhuga­sam­ir um að ýta und­ir spill­ing­ar­tal.“

Íslendingar svara einatt að hér sé besta vatnið, fallegustu konurnar, sterkustu karlarnir, besta lambakjötið og hér sé ekki spilling. Engin rök að baki fullyrðingunum, bara tilfinningar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: