- Advertisement -

Segjast hafa hækkað lífeyri gífurlega

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Margir eldri borgarar undrast það stórlega hve skilningslausir ráðamenn þjóðarinnar eru á það að bæta þurfi kjör aldraðra. Það er eins og þeir hafi engan áhuga á málinu og þeir gera ekkert í því! Skýringin er þessi: Ráðamaður þjóðarinnar nr. 1, valdamesti ráðamaðurinn telur, að það sé búið að hækka lífeyrinn svo mikið, að ekki þurfi að gera meira í því efni í bráð. Þegar ráðamaður þjóðarinnar nr 1. eitt kemur fram í fjölmiðlum segir hann: Við erum búnir að hækka lífeyrinn gífurlega, hækka lífeyri úr 200 þús. í 300 þús.!

Ráðamenn nr. 2. og 3. kokgleypa þetta. Það heyrist ekkert í þeim um nauðsyn þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja. En hver er sannleikur málsins. Hann er þessi: Lífeyrir aldraðra var frystur á kreppuárunum eftir bankahrunið; var jafnvel skertur á sama tíma og laun verkafólks voru hækkuð þrátt fyrir kreppuna. Auk þess sættu aldraðir og öryrkjar mikilli kjaraskerðingu vegna kjaragliðnunnar á krepputímanum.

Ein helsta röksemd formanns kjararáðs fyrir ofurlaunahækkunum ráðherra og þingmanna og háttsettra embættismanna var sú, að þessir aðilar hefðu sætt skerðingum á krepputímanum. Formaður kjararáðs og Bjarni, ráðamaður nr 1. sátu saman í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins og því voru hæg heimatökin að útskýra fyrir formanni kjararáðs nauðsyn þess að hækka laun ráðherra í 1,8-2 millj. á mánuði og laun þingmanna í 1,1 milljón á mánuði fyrir utan aukasporslur og hlunnindi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En það var látið bíða og bíður enn að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna frystingar og skerðingar á lífeyrinum á krepputímanum; var látið duga, að lífeyrir væri 300 þús. fyrir skatt hjá 25% aldraðra, 231 þús. hjá 75% aldraðra og 204 þús. og 243 þús. kr. eftir skatt. Þessi smánarkjör sætta ráðamenn nr. 2. og 3. sig við fyrir hönd aldraðra og öryrkja. Þetta er skammarlegt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: