- Advertisement -

Sérstök öskurbox fyrir túrista en engar covid upplýsingar fyrir Pólverja

Sólveig Anna skrifaði:

Klukkan er núna 13.30. Einn og hálfur klukkutími síðan að nýjar og hertar reglur tóku gildi á Íslandi vegna útbreiðslu á Covid-19. Á vefnum covid.is hafa upplýsingar ekki verið uppfærðar á neinum tungumálum nema íslensku og ensku.

Hér að neðan er skjáskot af pólska partinum, tekið kl. 13.11.

Ég verð að segja að mér er verulega brugðið. Hvernig ætlum við að ná tökum á útbreiðslunni ef að stór hópur sem hér lifir og starfar hefur ekki aðgang að réttum upplýsingum?

Við gátum sett hundruð milljóna í Inspired by Iceland auglýsingaherferð og sett upp sérstök öskurbox fyrir túrista sem hvattir voru til að koma hingað (til að öskra…) en við getum ekki tryggt að upplýsingar er varða risavaxið lýðheilsumál séu aðgengilegar fyrir fólkið sem tilheyrir þessu samfélagi. Og það er bara alls ekki í lagi.Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: