- Advertisement -

Seyðisfjörður er bara öðruvísi

Leiðarvísir á veitingastaðnum Öldunni.

Seyðisfjörður er í raun ekki bara öðruvísi. Hann er allt öðruvísi. Eftir að hafa komið við eða gist í eða á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði, Siglufirði, Húsavík, Egilsstöðum, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Breiðdalsvík og Seyðisfirði sem og Djúpavogi verður að segja að Seyðisfjörður sker sig úr. Það er helst að Djúpivogur og Húsavík nálgist Seyðisfjörð.

En hvað er það sem gerir sérstöðu Seyðisfjarðar svo mikla?

Seyðisfjörður er ekki stór bær en hann er fjölmennur. Fólk er gangandi um flestar götur og ungt fólk og humgyndaríkt hefur náð að gera, og fengið að gera, margt, sumt smátt annað stærra til að úr hefur orðið einstakur bæjarandi. Fjöldi fólks situr úti við veitingastaði, allir heilsast og helst brosandi. Viðhald gömlu húsanna er eftirtektarverð og setur bæjarandann í sérstakt umhverfi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Allir hinir staðirnir eru fínir. Það má ekki gera lítið úr því. Djúpivogur var nefndur. Þar er tvennt sem býr sérstöðu. Langabúð og eggin hans Sigurðar Guðmundssonar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: