- Advertisement -

Síðasti þurrkdagur sumarsins?

Vond veðurspá Einars Sveinbjörssonar veðurfræðings.

„Gæti verið í dag, höfuðdag (29. ágúst), síðasti almennilegi þurrkdagurinn hér suðvestanlands þetta sumarið. Á morgun um hádegi fer að rigna frá myndarlegri lægð sem nálgast úr suðvestri. Önnur af kaldri og haustlegri gerð fylgir um helgina. Þriðja á mánudag og sú fjóða á miðvikudag í næstu viku ef marka má nýjustu spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar í Reading.“

Þannig byrjar veðurspá dagsins hjá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi.

„Á milli lægða verður að mestu SV-átt með skúraveðri. Þurrkur brot úr degi mögulegur, en annars er spáð vætu alla daga í Reykjavík a.m.k.

Vitum ekki með haustið þegar kemur fram í september, þá koma stundum ágætir góðviðriskaflar, en ekki er á vísan að róa í þeim efnum. Lengstu langtímaspárnar gefa reyndar engar vísbendingar um slíka kafla í bráð.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Með fylgir spákort Harmonie Veðurstofunnar um skýjahulu, há-, mið- og lágskýja yfir landinu í dag kl. 15.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: