- Advertisement -

Sigmundur Ernir spillir gleðinni

Björgvin Guðmundsson.

Bjögvin Guðmundsson skrifar: Sigmundur Ernir, Hringbraut, sjónvarpi, var gestur á Rás 2 í morgun um fréttir vikunnar. Hann sagði, að það væri aðskilnaðarstefna i uppsiglingu, mundi koma betur fram í vetur. Stór hópur fólks gæti ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Leigan væri orðin svo há, 200 þús.á mánuði lágmarksleiga.

Einstæðar mæður gætu ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu,gætu ekki farið í bíó, ekki í leikhús, ekki sent börnin sin í íþróttir. Það sama gildir um láglaunafólk almennt.

Sigmundur Ernir nefndi ekki lægst launuðu aldraða og öryrkja. En það sama gildir um þá. Þeir geta ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu. Þáttastjórnandi RUV sagði, að hópurinn, sem Sigmundur Ernir talaði um þyrfti ekki að svelta! En hópurinn, sem ég tala mest um, lægst launuðu aldraðir og öryrkjar þarf stundum að svelta. Það er munurinn. Þetta er ástandið í miðju góðærinu. Stór hópur utan garðs í þjóðfélaginu. En stjórnarherrarnir og daman berja sér á brjóst og dásama ástandið.S igmundur Ernir ruglaði, spillti glansmynd Bjarna og Katrínar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: