- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur nærist á tvöföldu siðferði

Samt fékk hann ekki einu sinni skammir frá forsætisnefnd.

Atli Þór Fanndal skrifar:

Ímyndið ykkur ef hann væri í öðrum flokki? Stéttarsnobbið veldur því að Ásmundur kemst upp með að allt. Í hvaða landi ætli stjórnmálamaður meginstraumsflokks kæmist upp með að segja þetta um almenning sem honum er ósammála? „Hitler er þeirra fyrirmynd í öllum málflutningi sem gengur út á það að segja ósannindin nógu oft svo fólk fari að trúa þeim, gagnrýni i þeirra hefur engin landamæri frekar en ómerkilegheitin.“

Sami flokkur kallar eftir því að innflytjendum sé mætt með stálhnefa.

Höfum í huga að þegar Panamaskjölin komu fram voru þrír ráðherrar í þeim. Tveir í Sjálfstæðisflokknum og einn í Framsókn. Framsóknarmaðurinn sagði af sér og stofnaði reyndar nýjan flokk.

Ási hefur þurft að borga aksturfé frá þinginu til baka. Hann hefur viðurkennt að hann notaði akstursfé í hluti ótengda þinginu. Samt fékk hann ekki einu sinni skammir frá forsætisnefnd. Þórhildur Sunna talaði um spillingu og fékk álit gegn sér. Nefndin neitaði að meta sannleiksgildi ummælanna. Þeim fannst bara ósiðlegt að tala um spillingu.

Eyþór Arnalds tók við hundruð milljóna frá Samherja. Fé sem á upphaf sitt í Kýpurfélag sem borgar stjórnmálamönnum víða um heim. Það er dónalegt að tala um það.

Lögbann var sett á umfjöllun um Bjarna Benediktsson og það yfir kosningar og í marga mánuði.

Varaformaður VG fyrrverandi sagði að ekki væri hægt að vinna með Flokki fólksins vegna þess að þau hafa ásýnd rasisma. Samt er í lagi að vinna með Sjálfstæðisflokknum. Flokk sem innanborðs er með fólk sem hefur þrengt að réttindum hælisleitenda svo um munar (og hefur umtalsvert meiri áhrif en ljót orð). Með formann sem tjáði sig á fundi hjá Sjálfstæðismönnum um að honum hafi þótt óheppilegt að veita fjölskyldu ríkisborgararétt (mynduð þið vilja að ráðherra tjáði sig sérstaklega gegn ykkar fjölskyldu til heimabrúks á flokksfundum ). Ríkisstjórn sem sprakk eftir að hafa sett landið í þrot, ríkisstjórn sem sprakk vegna Panamaskjala og ríkisstjórn sem sprakk vegna stuðnings við barnaníðinga.

Sami flokkur kallar eftir því að innflytjendum sé mætt með stálhnefa.

Sjálfstæðisflokkurinn nærist á tvöföldu siðferði.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: