- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkur vill ekki samkeppni

Eins og venjulega lítur Vg í gras fyrir Bjarna Ben og co, og Framsókn líka.

Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki samkeppni. Samkeppni er andstæð hagsmunum stórfyrirtækja sem vilja verða stærri og stærri og græða meira og meira. Þess vegna vill Sjálfstæðisflokkurinn nú lauma inn frumvarpi korteri fyrir þinglok sem lamar Samkeppniseftirlitið. Þetta er alveg á skjön við stefnu Vg, en eins og venjulega lítur Vg í gras fyrir Bjarna Ben og co, og Framsókn líka. En þetta er ekki allt því fyrirtækin eiga sjálf að meta það hvort skilyrði samkeppnislaganna til samstarfs séu uppfyllt. Þannig verða mun fleiri samrunar undanþegnir eftirliti en nú er samkvæmt samkeppnislögum. Þetta er algjörlega galið og sýnir svo ekki verður um villst hverjir það eru sem stjórna landinu. Það eru stórfyrirtækin á Íslandi. Hagsmunir þeirra ganga fyrir öllu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: