- Advertisement -

Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur elítunnar

Gunnar Smári skrifar:

Það verður ekki af Sjálfstæðisflokknum skafið, hann kann að hæðast að sjálfum sér. Kostnaður almennings vegna Landsréttar á þessu kjörtímabili, vegna starfsloka Haraldar Johannessen, einkaflugs þyrlu Landhelgisgæslunnar með ráðherrann í hestaferð, kaupa á skýrslum af Jóni Steinari Gunnlaugssyni og öðrum flokksgæðingum o.s.frv. nemur tugum og hundruðum milljóna.

Sjálfstæðisflokkurinn forgangsraðar ætíð í eigin þágu, innmúraðir og innvígðir Sjálfstæðisflokksmenn eru fremstir í öllum röðum þegar flokkurinn er við völd og situr við kjötkatlana. Flokkurinn telur það góða meðferð á almannafé að taka fé frá almenningi og færa það flokksgæðingum og hinum best settu. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur elítunnar, þeirra sem telja sig réttborin til valda, fólksins sem telur sig eiga Ísland. Völd þeirra byggja á því að halda almenningi aftast, utan hrings.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: