- Advertisement -

Sjómannafélagið: „Skil ekki hvert Jónas er að fara“

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins, skrifar.

„Skil ekki hvert Jónas formaður er að fara um að félagsmenn verkalýðsfélags fái ekki atkvæðisrétt í verkalýðsfélagi fyrr en eftir 3 ár. Þetta er klárlega einstakt og stenst ekki lög og reglur um starfsemi stéttarfélaga.
Stéttarfélagi er skylt, samkvæmt dómum, að taka við við öllum starfsmönnum sem eru starfandi á því starfssvæði sem viðkomandi stéttarfélag nær yfir.
Hann hefur rétt til kjörgengis og félagslegar aðstoðar á vinnumarkaði strax við inngöngu og að félagsgjöld hafi borist.
Það er síðan eftir hálft ár sem félagsmenn öðlast fullan rétt í sjúkrasjóð og eitthvað mismunandi hvernig réttur er til umsókna á orlofshúsum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: