- Advertisement -

Skammist ykkar

Gísli Páll Gíslason, sem er formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, skrifar merka grein í Moggann í dag. Þar er fyrirsögnin þessi: Skammist ykkar. Ekki er annað hægt en að birta þessa fínu grein hér á Miðjunni:

Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum tilfellum, á hjúkrunarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur. Fyrir lakari þjónustu greiðir ríkið 36% hærra verð.

„Kannast lauslega við tvo af þremur oddvitum ríkisstjórnarinnar. Að góðu einu. Þann þriðja hef ég aldrei hitt. Þetta ágæta þríeyki setti saman stjórnarsáttmála fyrir ríkisstjórn sína árið 2017. Þar stendur meðal annars orðrétt: „Einnig verður hugað að því að styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila en áhersla verður einnig lögð á aðra þjónustuþætti, svo sem heimahjúkrun, dagþjálfun og endurhæfingu.“ Hver er svo raunin? Hefur rekstrargrundvöllur hjúkrunarheimila verður styrktur. Nei, síður en svo. Hann hefur verið markvisst veiktur í tíð þessarar ríkisstjórnar, sem er að ljúka næsta haust. Sumir segja sem betur fer. Í stað þess að auka við fjárframlög umfram launa- og verðlagshækkanir, þá eru hjúkrunarheimilin, auk dvalar- og dagdeildarheimila, krafin um niðurskurð upp á hálft prósent á ári. Árin 2018, 2019, 2020 og nú stendur til að skera enn og aftur niður um hálft prósent skv. fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2021. Á sama tíma hefur nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkanir á fjárlögum umfram launa og verðlagshækkanir á meðan öldrunarþjónustan situr eftir.

Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé með vilja gert til að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast. Nýlega var því lýst yfir að ríkið mun taka yfir rekstur allra öldrunarheimila Akureyrarbæjar um áramótin. Hið sama er uppi á teningnum, misjafnlega langt komið, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Fjarðabyggð og víðar. Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunarþjónustunnar. En lengi má manninn reyna og mér sýnist þessi ríkisstjórn ætla að gera allt hvað hún getur til að keyra öldrunarheimilin í þrot. Samhliða því neyðast stjórnendur þeirra til að draga úr þjónustu til heimilismanna, þeirra sem hafa byggt upp þetta ágæta þjóðfélag sem við búum í. Þau eiga það síst skilið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svona rétt í lokin þá er vert að nefna að Landspítalinn rekur biðdeild á Vífilsstöðum, hvar ýmiss konar þjónusta er lakari en á hjúkrunarheimilum landsins. Fyrir það greiðir ríkið, sjálfu sér, rúmlega 52 þúsund krónur á sólarhring. Fyrir meiri þjónustu í mun huggulegra húsnæði, í flestum tilfellum, á hjúkrunarheimilum landsins greiðir ríkið aftur á móti eingöngu rúmlega 38 þúsund krónur. Fyrir lakari þjónustu greiðir ríkið 36% hærra verð, sérstakt. Það er þetta með Jónana.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: