- Advertisement -

Skattastyrkir ferðaþjónustu og ósjálfbær vöxtur

Oddný Harðardóttir skrifar:

Efnahagur / Við verðum að taka aðra stefnu þegar við vörðum leiðina upp úr COVID ástandinu. Renna fleiri stoðum undir atvinnulífið. Efla nýsköpun á öllum sviðum, tækniþróun og skapandi greinar.

Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja „sagði ég ekki“. En það er samt næstum komið fram á varirnar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: