- Advertisement -

Skattgreiðendur eiga ekki að borga hluta launa formanna flokkanna

Björgvin Guðmundsson.

Björgvin Guðmundsson skrifar: Ég hef oft undanfarið gert að umtalsefni há laun þingmanna og ráðherra á sama tíma og lífeyri aldraðra og öryrkja er haldið niðri við fátæktarmörk (hungurmörk).

Laun þingmanna eru í dag 1,1 milljón á mánuði eftir óhóflegar hækkanir. En þeir þingmenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka fá 50% álag ofan á þingfararkaupið, greitt af ríkinu, þannig að launin hækka í 1650 þús. á mánuði (fyrir skatt).

Hvers vegna eigum við skattgreiðendur að greiða laun formanna flokkanna eða hluta þeirra. Er ekki eðlilegra að stjórnmálaflokkarnir sjálfir greiði þessi laun. Er þetta ekki spilling?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég legg til,að þetta álag verði fellt niður og raunar tel ég að fella megi flestar aukagreiðslur þingmanna niður eftir að laun þeirra hækkuðu um 75% frá 2013. Þingfararkaupið er nógu hátt. Það þarf engar aukagreiðslur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: