- Advertisement -

Skreyta sig með stolnum fjöðrum

Viðhorf Björgvin Guðmundsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, skrifar í dag pistil þar sem hann segir núverandi ríkisstjórn skreyta sig með stolnum fjöðrum.

„Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vann þrekvirki við endurreisn efnahagslífsins hér eftir hrunið 2008. Það vakti eftirtekt á alþjóðavettvangi hve fljótt viðreisn íslensks efnahagslífs gekk. Strax 2011 var kominn myndarlegur hagvöxtur hér eða 3,1 prósent og atvinnuleysið minnkaði hratt. Þegar Jóhanna tók við var yfir 200 milljarða halli á fjárlögum en á 4 árum tókst ríkisstjórn hennar að jafna fjárlagahallann að mestu. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók því við mjög góðu búi, þegar hún tók við. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs gumar nú af því að henni hafi tekist að skapa 3,1 prósent hagvöxt í ár. En þetta er sami hagvöxtur og ríkisstjórn Jóhönnu hafði skapað þegar árið 2011 þrátt fyrir bankahrun  og algert hrun efnahagslífsins. Hægri stjórnin skreytir sig því með stolnum fjöðrum. Hún hefur ekkert gert til þess að skapa þann hagvöxt, sem nú er í landinu. Minnkun fjárlagahallans, mikil lækkun verðbólgu og vaxta, minnkun atvinnuleysis og stóraukinn hagvöxtur; allt var þetta verk ríkistjórnar Samfylkingar og VG. Hægri stjórnin er ekki farin að gera neitt enn annað en að lækka veiðigjöldin og lofa því að færa niður skuldir með skattpeningum almennings!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: