- Advertisement -

Sorgarsaga við Grensásveg

„Það er ekkert launungarmál að framkvæmdir á Grensásvegi, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu, eru sorgarsaga,“ segir í bókun meirihlutans frá borgarstjórnarfundi í gær.

„Keðjuábyrgð á ekki við í fasteignakaupum líkt og á Grensásvegi þar sem Reykjavíkurborg er kaupandi íbúða. Eins og fram hefur komið eru íbúðir þær sem borgin keypti ekki tilbúnar og því eru framkvæmdirnar sem nú standa yfir unnar á vegum seljanda fasteignarinnar sem seldi hana sem íbúðir,“ segir í bókuninni.

„Samiðn hefur staðhæft að borgin beri skyldur í þessu máli sem verkkaupi, en Reykjavíkurborg hélt því fram að hún hafi ekki neina aðkomu að málinu þvert á yfirlýsta stefnu borgarinnar,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, á sama fundi.

Meirihlutinn sagði: „Þó Reykjavíkurborg sé þriðji aðili í málinu er staðan litin mjög alvarlegum augum og hefur borgin ítrekað bent á það sem betur verður að fara. Áframhaldandi aðkoma Reykjavíkurborgar að málinu, þar með talin endurskoðun kaupsamningsins sjálfs, er í skoðun.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og þá aftur að bókun Sjálfstæðisflokks og Miðflokks.

 „Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir m.a. að borgaryfirvöld skuldbindi sig til að vinna að mannréttindum þeirra sem borgin á í samskiptum og viðskiptum við. Það hefur ekki verið gert. Stefnur eru lítils virði ef Reykjavíkurborg fer ekki eftir stefnum sínum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: