- Advertisement -

Spánverjar hafna Real Madrid

Vetur á Spáni: Hitinn fór í 30 gráður í dag. Logn og hálfskýjað. Um miðjan dag fórum við í bíltúr og komu við í Habaneras. Þar er gott kaffi að fá og svo er það verslun sem selur rafmagnshjól. Þar er unnt að láta sig dreyma.

Hittum nokkra Íslendinga. Þeirra á meðal var Ögmundur Friðriksson. Gott og vel með það.

Í sportvöruversluninni fann ég frétt dagsins. Real Madrid á bágt. Spánverjar gefa ekki mikið fyrir það fornfræga félag. Allt þeirra hafurtask er á niðursettu verði. Búningarnir eru á hálfvirði.

Búningar Barcelona er til sölu á fullu verði. Enginn afsláttur þar. Í næsta rekka við Real Madrid tauið voru Arsenal búningar. Þeir voru bara með tíu prósenta afslætti.

Þetta eru tíðindi dagsins héðan frá landinu heita.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: