- Advertisement -

Stjórnvöld hafa ekki staðið við sitt

Við óttumst að Samtök atvinnulífsins muni jafnvel segja upp Lífskjarasamningum.

Vihjálmur Birgisson skrifar:

Tek undir með félaga mínum honum Ragnari Þór hjá VR um að því miður stefni í að Lífskjarasamningum verði sagt upp í haust sem yrðu gríðarlegt áfall ef til þess kæmi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það er hins vegar morgunljóst að ein af grunnstoðum Lífskjarasamningsins voru hin ýmsu loforð stjórnvalda í 42 liðum sem áttu að styðja við samninginn. Það liggur fyrir að stjórnvöld voru búin að lofa að koma með svokölluð hlutdeildarlán fyrir fyrstu kaupendur og einnig var loforð um að stíga fyrstu skerf í átt að afnámi verðtryggingar. Þessu til viðbótar höfum við félagar verulegar áhyggjur af því að verðlagsforsendur samningsins geti einnig brostið vegna hækkandi verðlags.

Við verðum að verja þessar launahækkanir.

Það liggur fyrir að stjórnvöld verða að gera þessi mál sem lofað var í Lífskjarasamningum að svokölluðum Covid málum til að þau fari í gegn á þessu þingi. Ef það gerist ekki er einsýnt að samningum verði sagt upp enda hafa stjórnvöld ekki staðið við sinn þátt samningsins.

Við Ragnar Þór erum svo sannarlega til í að vinna að því að verja Lífskjarasamninginn með kjafti og klóm enda er þetta einn innihaldsríkasti kjarasamningur fyrir launafólk sem gerður hefur verið á íslenskum vinnumarkaði fyrir láglaunafólk í marga áratugi.

Lífskjarasamningurinn skilaði um síðustu mánaðamót 24.000 króna launahækkun á öll taxtalaun og næsta launahækkun á að koma eftir einungis 8 mánuði eða 1. janúar 2021 og mun sú launahækkun einnig hljóða uppá 24.000 krónur.

Við reyndar óttumst líka að Samtök atvinnulífsins muni jafnvel segja upp Lífskjarasamningum vegna þess að forsendur hans gagnvart atvinnulífinu eru brostnar eftir að Kórónufaraldurinn barst á með öllum þeim efnahagssamdrætti sem honum fylgir. Við verðum að verja þessar launahækkanir og finna sameiginlega leiðir til þess.

Við félagarnir erum á því að mikilvægt sé að hefja samtal við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins strax til að forða því að Lífskjarasamningum verði sagt upp í haust með þeim afleiðingum að launahækkanir sem koma eiga til framkvæmda 1. janúar skili sér til okkar félagsmanna.

Við ætlum okkur að verja Lífskjarasamninginn, verja störfin, verja kaupmáttinn og verja heimilin. Við ætlum ekki að sitja með hendur í skauti aðgerðalausir eða gera eins og Strútarnir þegar aðsteðjandi hætta nálgast að stinga hausunum í sandinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: