- Advertisement -

Strandveiðisjómenn krefja Kristján Þór svara / vilja meiri kvóta og skýr svör

Miklar líkur eru á að þessi pottur klárist mjög snemma í ágúst.

Vigfús Ásbjörnsson, formaður Smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn, sendi sjávarútvegsráðherra bréf:

Góðan daginn Kristján Þór Júlíusson

Eins og þú veist þá eru afar miklar líkur á því að potturinn sem þú ætlaðir til strandveiða 2020 muni klárast áður en strandveiðitímabilinu líkur 1. september. Miklar líkur eru á að þessi pottur klárist mjög snemma í ágúst. Nú er stór spurning sem strandveiðimenn verða að fá svar við fyrir 20. júlí næstkomandi. Það er hvort strandveiðar verða stöðvaðar þegar potturinn er búinn eða hvort bætt verði í pottinn svo að allir fái sýna 12 daga í ágúst sem hlýtur að verða raunin. Ef veiðar verða stöðvaðar þá megum við ekki nota báta okkar í öðrum kerfum fyrr en 1. september samkvæmt lögum og myndu þá bátar okkar læsast inni í kerfinu og liggja við bryggju trúlega allan ágúst ef fram fer sem horfir því hratt gengur á pottinn. Til þess að geta notað bátana í ágúst í öðrum kerfum, ef strandveiðar verða stöðvaðar þegar potturinn klárast, þurfum við að vita það fyrir 20. júlí til þess að geta sagt okkur úr kerfinu fyrir 20. júlí frá og með 1. ágúst og þá geta þeir strandveiðibátar sem segja segja sig úr kerfinu farið inn í önnur kerfi. Þess vegna verður það að liggja fyrir hvað sjávarútvegsráðherra hyggst gera varðandi það hvort þú stöðvir strandveiðar eða bætir við pottinn svo allir fái að róa sína 12 daga í ágúst eins og lagt er upp með í þessu kerfi og við óskum eftir að þú gerir.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við í Hrollaugi skorum á þig að auka við pottinn svo allir geti róið sína 12 daga í ágúst, það er strandveiðimönnum og byggðarlögum í kringum landi mjög mikilvægt að þú aukir við strandveiðipottinn komi til þess að það þurfi eins og þú veist og ekki þarf að týna til hvers vegna.

Við óskum eftir því að þú svarir opinberlega bréfi þessu svo að skilaboðin frá þér komist til allra strandveiðimanna í kringum landið og að svör við þessari spurningu liggi fyrir ekki seinna enn á næsta föstudag svo strandveiðimenn geti gert ráðstafanir ef þeim þurfa þykir.

Kveðja Vigfús Ásbjörnsson formaður Smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: