- Advertisement -

Stundin og Bjarni Ben „Þetta er sturlað“

„Í dag las ég umfjöllun Stundarinnar um viðskipti Bjarna Benediktssonar og tengdra aðila. Krakkar, þetta er sturlað og það er ekki eitt, það er allt,“ þannig skrifar Margrét Tryggvadóttir. Og hún tekur dæmi:

„Afskriftir af þessum viðskiptum verða um 130 milljarðar þegar allt er komið. Hvaða fávitum dettur þá í hug að gera manninn að fjármálaráðherra? Maðurinn gat ekk einu sinni rekið bensínstöð á fákeppnismarkaði án þess að fara á hausinn.

Netfang Bjarna hjá Alþingi var notað í hluta af þessu stússi. Það eitt og sér er tilefni til afsagnar. Með fram þingstörfum ráðgaðist Bjarni við bankastjóra um löggjöf um FME.

Bjarni og fleiri viðskiptafélagar hans, auk starfsmanna bankans, leysti fé úr Sjóði 9. Og dæmin eru mun fleiri – þið verðið að ná ykkur í blaðið.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Blaðið með þessari umfjöllun – sem í heilt ár hefur ekki mátt birta – kom út á föstudaginn.

Og hvað gerist?

Nákvæmlega ekki neitt. Helstu fréttirnar um mjög svo fréttnæma umfjöllun er að Stundin hafi rofið lögbannið. En kannski vissu þetta bara allir?

Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra Íslands. Það er svo galið. Hvað er að meirihluta Alþingis? Það er nákvæmlega ekkert í lagi við þetta.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: