- Advertisement -

Styrmir: Samfélagið er að sundrast

„Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar á Alþingi telji sig geta borið ábyrgð á því að efnahagslífið fari á hvolf vegna þess að þeir stóðust ekki freistinguna? Þeirra er ábyrgðin ef svo fer.“

Að venju skrifar Styrmir Gunnarsson grein í Moggann í dag. Styrmir er merkur samfélagsrýnir og hefur einatt mikið að segja. Hér eru aðeins valdir kaflar úr grein Styrmis. Áskrifendum Moggans er bent á að lesa alla greinina.

„Við búum í samfélagi sem er að sundrast. Fjölmennir hópar í samfélaginu upplifa djúpstæða óánægju og reiði sem veldur því að fleiri og fleiri í hópi þeirra sem taka þátt í opinberum umræðum tala um að það séu að verða til tvær þjóðir í landinu; önnur þeirra er innan dyra og nýtir sér aðstöðu sína á kostnað þeirra sem eru utan dyra og telja sig skilda eftir.“

Yppta bara öxlum

„Nú er samfélagið að sundrast vegna þess að fámennir hópar, sem eru í aðstöðu til, hafa nýtt sér þá aðstöðu til að taka til sín stærri hlut af þjóðarkökunni en hinum sem utan við standa finnst sanngjarnt og réttlátt.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þeir sem með völdin fara hverju sinni hafa alltaf tilhneigingu til að yppta öxlum og segja sem svo að það verði alltaf.“

Ráðamenn í öllum flokkum

„Nú er komið að því að þeir geta ekki lengur ýtt því á undan sér að tala við þjóðina um þessi mál. Ráðamenn í öllum flokkum verða að útskýra fyrir fólkinu í landinu hvers vegna þeir hafi tekið til sín hlut sem margir telja að þeir hafi engin rök fyrir. Þeir verða að hætta að forðast eins og heitan eldinn að tala um þessi mál. Vegna þess að þar liggur skýringin á þeirri stöðu, sem komin er upp á vinnumarkaði. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar á Alþingi telji sig geta borið ábyrgð á því að efnahagslífið fari á hvolf vegna þess að þeir stóðust ekki freistinguna? Þeirra er ábyrgðin ef svo fer.“

Breiðfylkingin nálgast

„Úti við sjóndeildarhringinn má sjá breiðfylkinguna, sem áður var nefnd. Hún nálgast smátt og smátt. Hið endanlega vald í málefnum lands og þjóðar er í hennar höndum og annarra þjóðfélagsþegna. Það reynir fyrst á það vald í prófkjörum flokka og síðar að lokum í kosningum til Alþingis.“

Áskrifendum Moggan er aftur bent á að lesa greinina alla.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: