- Advertisement -

Þær kenndu samfélaginu lexíu

Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar:

Ég elska þessa auglýsingu úr baráttunni sem við háðum í vetur. Ég ber djúpa og innilega virðingu fyrir þeim konum sem stigu fram og lýstu lífskjörum sínum og starfsaðstæðum af einstökum heiðarleika og hreinskilni. Ég er þeim líka innilega þakklát; þegar okkur varð ljóst að ekkert myndi bíta á viðsemjendur okkar í borginni nema harðar aðgerðir hafði ég áhyggjur af því að erfitt yrði að hvetja fólk til dáða, að erfitt yrði fyrir félagsfólk okkar að þola þær árásir sem á okkur dundu því sem næst viðstöðulaust, um að við ætluðum að drepa Ísland með græðginni í okkur. Sá mikli styrkur og einbeitti baráttuvilji sem ég varð vitni að var aftur á móti svoleiðis að ekki aðeins lærðum við sjálf sem tókum þátt í slagnum endalaust mikið um baráttuaðferðir og kraft samstöðunnar og okkur sjálf, ég tel einnig að konurnar sem halda borginni gangandi með vinnu sinni á hverjum degi hafi kennt samfélaginu mikilvæga lexíu um sjálfsvirðingu og stoltið sem fylgir því að tilkynna sjálfri þér og öðrum að þú sért ómissandi starfskraftur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: