- Advertisement -

Þagnarmúr um Landsbankann verði rofinn

„Það er þannig að faraldurinn sem nú er í gangi í þjóðfélaginu mun að öllum líkindum vera hér lítt breyttur fram eftir árinu, hugsanlega allt fram til hausts. Það þýðir að hjól efnahagslífsins verða seinni af stað en vonast var til. Það þýðir að þeir sem eru atvinnulausir í dag fara á strípaðar atvinnuleysisbætur hver af öðrum. Það þýðir að fólk verður í hættu á að missa húsnæði sitt, þá væntanlega í hendur banka og annarra lánastofnana. Það sem fyrir mér vakir, með því að ræða þetta hér, er að við þurfum að koma í veg fyrir það með öllu móti að eignir almennings verði aftur gerðar upptækar eins og gert var á árunum eftir hrun,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson á Alþingi, fyrr æi dag.

„Nú nýlega hefur borist svar um eitt af þeim atriðum, þ.e. þær íbúðir sem Íbúðalánasjóður hirti af fólki á þessum árum. Svörin hafa vakið afskaplega litla athygli, svo merkilegt sem það nú er því að þarna eiga í hlut 10.000 manns, 4.000 fjölskyldur. Það ríkir enn þagnarhjúpur um það sem Landsbanki Íslands gerði í þessum málum á svipuðum tíma og verður reynt að rjúfa hann eftir bestu getu. En það sem ég vildi sagt hafa er að við þurfum að koma í veg fyrir það með öllu þeim ráðum sem við eigum að þetta ástand skapist aftur. Ríkisstjórnin verður að hafa forgöngu um það að bankar og lánastofnanir gæti nú sanngirni fyrir heimilin í landinu og fari ekki sömu leið og illu heilli var farin í kjölfar hrunsins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: